Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn

Úkraína | 1. mars 2025

Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur þakkað fjölda leiðtoga bandalagsþjóða fyrir stuðninginn, eftir að Bandaríkjaforseti sagði hann vanþakklátan og sakaði um að vanvirða Bandaríkin, áður en hann rak hann á dyr í Hvíta húsinu í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn

Úkraína | 1. mars 2025

Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X.
Selenskí hefur þakkað fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum X. AFP/Saul Loeb

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur þakkað fjölda leiðtoga bandalagsþjóða fyrir stuðninginn, eftir að Bandaríkjaforseti sagði hann vanþakklátan og sakaði um að vanvirða Bandaríkin, áður en hann rak hann á dyr í Hvíta húsinu í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur þakkað fjölda leiðtoga bandalagsþjóða fyrir stuðninginn, eftir að Bandaríkjaforseti sagði hann vanþakklátan og sakaði um að vanvirða Bandaríkin, áður en hann rak hann á dyr í Hvíta húsinu í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Selenskí hefur skrifað stutta þakkarkveðju við færslu að minnsta kosti 30 leiðtoga sem lýst hafa yfir óhagganlegum stuðningi við Úkraínu á samfélagsmiðlinum X.

Þrátt fyrir sérkennilega uppákomu í Hvíta húsinu og heldur hranalega framkomu Donalds Trumps og JD Vance varaforseta Bandaríkjanna gaf Selenskí frá sér stutta yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði Bandaríkjunum stuðninginn og fyrir að hafa tekið á móti sér.

Þá þakkaði hann forseta Bandaríkjanna og bandarísku þjóðinni.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha, þakkaði einnig bandalagsþjóðum fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlum.

mbl.is