„Styrkurinn liggur í félagsstarfinu“

„Styrkurinn liggur í félagsstarfinu“

Diljá Mist Einarsdóttir, frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, hvatti til endurnýjunar flokksins og skýrari framgöngu sjálfstæðisstefnunnar í framboðsræðu sinni á landsfundi.

„Styrkurinn liggur í félagsstarfinu“

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 | 1. mars 2025

Diljá Mist Einarsdóttir sagði í framboðsræðu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti …
Diljá Mist Einarsdóttir sagði í framboðsræðu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að svara áskorun vegna sögulega lágs kjörfylgis og lítils þingstyrks. mbl.is/Hákon

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, fram­bjóðandi til vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvatti til end­ur­nýj­un­ar flokks­ins og skýr­ari fram­göngu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar í fram­boðsræðu sinni á lands­fundi.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, fram­bjóðandi til vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvatti til end­ur­nýj­un­ar flokks­ins og skýr­ari fram­göngu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar í fram­boðsræðu sinni á lands­fundi.

Flokk­ur­inn þyrfti að svara áskor­un vegna sögu­lega lágs kjör­fylg­is og lít­ils þingstyrks.

Misst tengsl við kjós­end­ur

Diljá viður­kenndi að sjö ára sam­starf við „aft­ur­haldsöfl“ í rík­is­stjórn hafi skaðað flokk­inn með of mikl­um mála­miðlun­um og fjar­lægt hann frá grunn­stefnu sinni. Hún varaði þó við að lausn­in lægi ein­göngu í for­ystu­skipt­um og þakkaði frá­far­andi for­ystu fyr­ir fórn­fúst starf.

Hún sagði flokk­inn hafa misst tengsl við kjós­end­ur, eins og smá­fyr­ir­tækja­eig­end­ur og millistétt­ina, en taldi það ekki duga sem skýr­ingu.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er fjölda­hreyf­ing, en við höf­um misst sjón­ar á grund­vall­ar­atriðum,“ sagði hún.

Með fram­boði sínu lofaði Diljá „hug­mynda­fræðilegri upp­færslu“ þar sem kjarni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar – virðing fyr­ir ein­stak­lings­frelsi og lág­marks af­skipt­um stjórn­valda – yrði hafður í önd­vegi.

Hún hét því að berj­ast gegn stjórn­lyndi og aft­ur­haldi, boða raun­veru­leg­an niður­skurð í stjórn­sýslu og lækka rekstr­ar­kostnað hins op­in­bera.

„Hið op­in­bera má ekki leiða launaþróun – vel­ferðin ræðst af verðmæta­sköp­un at­vinnu­lífs­ins,“ sagði hún og hvatti til skýrr­ar stefnu og ótta­lausr­ar fram­göngu.

Diljá Mist á landsfundi í dag.
Diljá Mist á lands­fundi í dag. mbl.is/​Há­kon

Borg­in eyðilögð af „of­stjórn­ar­fólki“

Diljá beindi spjót­um sín­um að vinstri­stjórn í Reykja­vík og lofaði sókn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2026, sér­stak­lega í höfuðborg­inni, sem hún sagði eyðilagða af „of­stjórn­ar­fólki“. Hún lofaði breyt­ing­um strax á fyrsta degi og sagði stjórn­mála­menn eiga að þjóna fólki, ekki drottna yfir því.

„End­ur­koma flokks­ins hefst í þess­um kosn­ing­um,“ full­yrti hún.

Ræðan var per­sónu­leg þegar Diljá rifjaði upp tengsl sín við flokk­inn, sem studdi hana þegar syst­ir henn­ar lést árið 2007, og lýsti Val­höll sem sam­fé­lagi fullu af lífi og inn­blæstri í fortíðinni. Hún sagðist vilja end­ur­vekja þann anda með öfl­ugu flokks­starfi, óháðu rík­is­styrkj­um, sem hún sagði lama tengsl við fólk og fyr­ir­tæki.

„Styrk­ur­inn ligg­ur í fé­lags­starf­inu,“ sagði hún og lofaði sam­tali við gras­rót­ina til að efla starfið.

Heimi „kjaftæðis­ins“ lokið

Með vís­un í reynslu sína sem 37 ára lögmaður, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, þingmaður og starfsmaður á einka­markaði, sagði Diljá heim „kjaftæðis­ins“ lokið og raun­veru­leik­ann snú­inn aft­ur – vett­vang þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi heima.

Hún bað um stuðning til að gera flokk­inn að „eina raun­veru­lega kost­in­um“ fyr­ir Íslend­inga, með frelsi ein­stak­lings­ins sem leiðarljós, og lýsti trú á framtíð flokks­ins ef all­ir legðu sitt af mörk­um.

mbl.is