Öflug lægð nálgast og gular viðvaranir taka gildi

Veður | 2. mars 2025

Öflug lægð nálgast og gular viðvaranir taka gildi

Öflug lægð nálgast nú landið úr Grænlandshafi með óstöðugu éljalofti. Gengur því á með suðvestanhvassviðri eða -stormi og dimmum éljum, hvassast í hryðjum suðvestan til. 

Öflug lægð nálgast og gular viðvaranir taka gildi

Veður | 2. mars 2025

Gera má ráð fyrir að færð spillist.
Gera má ráð fyrir að færð spillist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öflug lægð nálg­ast nú landið úr Græn­lands­hafi með óstöðugu éljalofti. Geng­ur því á með suðvest­an­hvassviðri eða -stormi og dimm­um élj­um, hvass­ast í hryðjum suðvest­an til. 

Öflug lægð nálg­ast nú landið úr Græn­lands­hafi með óstöðugu éljalofti. Geng­ur því á með suðvest­an­hvassviðri eða -stormi og dimm­um élj­um, hvass­ast í hryðjum suðvest­an til. 

Gul viðvör­un er í gildi á Breiðafirði en um klukk­an tólf á há­degi taka einnig við gul­ar viðvar­an­ir á Faxa­flóa og Suður­landi. Um klukk­an tíu í kvöld bæt­ist við við gul viðvör­un á höfuðborg­ar­svæðinu. Gul­ar viðvar­an­ir verða í gildi fram eft­ir nóttu og und­ir morg­un.

Hæg­ari vind­ar og úr­komu­lítið á Norðaust­ur­landi og hita­stig í kring­um frost­mark síðar í dag. 

Lík­ur á að færð spill­ist

Lík­ur eru á að færð spill­ist sunn­an- og vest­an­lands seinnipart­inn, einkum á fjall­veg­um og því gætu ferðalög milli lands­hluta verið vara­söm, að seg­ir á vef Veður­stofu Íslands. Eru ferðamenn því hvatt­ir til að kynna sér færð á veg­um áður en haldið er af stað

Seint í kvöld er út­lit fyr­ir að bæti enn í vind og élja­gang á vest­ur­hluta lands­ins, en í nótt geng­ur kröpp lægðabóla hratt aust­ur yfir Norðvest­ur­land og hvess­ir því einnig tals­vert á Norður- og Aust­ur­landi.

Er líður á mánu­dags­morg­un dreg­ur tals­vert úr bæði vindi og élj­um, en seinnipart­inn ganga næstu skil norður yfir landið með úr­komu í flest­um lands­hlut­um og hækk­andi hita.

Veður­horf­ur næstu daga:

Á mánu­dag:
Vest­an og suðvest­an 15-23 m/​s og élja­gang­ur um morg­un­inn, en dreg­ur síðan tals­vert úr vindi og élj­um. Hiti ná­lægt frost­marki. Hægt vax­andi suðaustanátt síðdeg­is með snjó­komu eða slyddu og síðar rign­ingu sunn­an­til, en þurrt fyr­ir norðan fram á kvöld. Hlýn­ar smám sam­an.

Á þriðju­dag:
Snýst í suðvest­an 13-20 m/​s með élj­um og kóln­andi veðri, en stytt­ir upp á Norður- og Aust­ur­landi. Hiti ná­lægt frost­marki síðdeg­is og dreg­ur þá held­ur úr vindi.

Á miðviku­dag:
Hæg suðlæg eða breyti­leg át og dá­lít­il él, en slydda suðaust­an­lands um kvöldið. Lengst af bjartviðri á Norður- og Aust­ur­landi. Hiti kring­um frost­mark.

Á fimmtu­dag:
Hægviðri og dá­lít­il él á víð og dreif. Frost víða 0 til 5 stig.

Á föstu­dag:
Norðaust­læg átt og él eða snjó­koma aust­an­lands, en ann­ars úr­komu­lítið. Kóln­ar í veðri.

Á laug­ar­dag:
Útlit fyr­ir norðanátt með dá­lít­il élj­um, en bjartviðri sunn­an heiða. Kalt í veðri.

Veður á mbl.is

mbl.is