Túristar rétt sluppu við ölduna

Veður | 2. mars 2025

Túristar rétt sluppu við ölduna

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt þónokkrum útköllum vegna vatnsleka í kvöld og segir varðstjóri slökkviliðsins að ástandið í kvöld hafi verið mun verra en í gær. Túristar á Eiðisgranda rétt sluppu við að fá stóra öldu með grjóti yfir sig.

Túristar rétt sluppu við ölduna

Veður | 2. mars 2025

Allt var á floti á Granda í kvöld.
Allt var á floti á Granda í kvöld. Samsett mynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt þónokkrum útköllum vegna vatnsleka í kvöld og segir varðstjóri slökkviliðsins að ástandið í kvöld hafi verið mun verra en í gær. Túristar á Eiðisgranda rétt sluppu við að fá stóra öldu með grjóti yfir sig.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt þónokkrum útköllum vegna vatnsleka í kvöld og segir varðstjóri slökkviliðsins að ástandið í kvöld hafi verið mun verra en í gær. Túristar á Eiðisgranda rétt sluppu við að fá stóra öldu með grjóti yfir sig.

Á Eiðisgranda óku slökkviliðsmenn á dælubíl og sáu túrista uppi á garðinum að taka myndir.

„Varðstjórinn rétt náði að kalla fólkið niður og í burtu. Þá kom svaka alda yfir með grjóti og öðru. Þetta var stórhættulegt, en fólkið bjargaðist,“ segir Stefán Már Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Helstu útköllin hafa verið á Seltjarnarnesi, Granda og vestur í bæ. Tók Stefán sem dæmi að nokkuð tjón hafi orðið á Fiskislóð.

Ástandið að skána 

Nú sé hins vegar aðeins farið að róast. Aðeins einn dælubíll sé úti og hann sé við Faxaskjól.

„Það er farið að fjara aðeins út núna svo það er aðeins að minnka sjórinn. Þetta er að skána, ástandið,“ segir Stefán Már.

Á myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá hvernig var umhorfs á Granda í kvöld.

mbl.is