Vestanstormur: Ekki góður dagur fyrir langferðir

Veður | 2. mars 2025

Vestanstormur: Ekki góður dagur fyrir langferðir

„Þetta er ekkert mjög skemmtilegt. Ég held að við getum sagt að í dag á sunnan- og vestanverðu landinu megi búast við hvössum og dimmum éljum og líklegt að færð á fjallvegum eins og Hellisheiði og Holtavörðuheiði spillist þegar líður á daginn.“

Vestanstormur: Ekki góður dagur fyrir langferðir

Veður | 2. mars 2025

Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við hvössum og …
Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við hvössum og dimmum éljum í dag. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er ekk­ert mjög skemmti­legt. Ég held að við get­um sagt að í dag á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu megi bú­ast við hvöss­um og dimm­um élj­um og lík­legt að færð á fjall­veg­um eins og Hell­is­heiði og Holta­vörðuheiði spill­ist þegar líður á dag­inn.“

„Þetta er ekk­ert mjög skemmti­legt. Ég held að við get­um sagt að í dag á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu megi bú­ast við hvöss­um og dimm­um élj­um og lík­legt að færð á fjall­veg­um eins og Hell­is­heiði og Holta­vörðuheiði spill­ist þegar líður á dag­inn.“

Þetta seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Hund­leiðin­legt veður

„Í kvöld þá kem­ur öfl­ug­ur vest­an­streng­ur hérna inn á landið og það verður í raun­inni vest­an­storm­ur á vest­ur­hluta lands­ins og í nótt hvess­ir einnig á norðaust­ur­landi.“

Þetta fer svo að ganga niður seint í nótt og í fyrra­málið.

Birg­ir seg­ir ágætt að huga að lausa­mun­um og þá vek­ur hann at­hygli á mjög slæmu skyggni og á suður- og vest­ur­landi sé ekki góður dag­ur fyr­ir lang­ferðir.

„Seint í kvöld verður bara hund­leiðin­legt veður til að vera á ferðinni.“

Veður á mbl.is

mbl.is