Gekk rauða dregilinn tæpum 30 kílóum léttari

Óskarsverðlaunin | 3. mars 2025

Gekk rauða dregilinn tæpum 30 kílóum léttari

Bandaríska söngkonan Lizzo var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag.

Gekk rauða dregilinn tæpum 30 kílóum léttari

Óskarsverðlaunin | 3. mars 2025

Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. …
Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. Söngkonan gekk einnig rauða dregilinn á síðasta ári í glæsilegum vínrauðum kjól. Samsett mynd

Bandaríska söngkonan Lizzo var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag.

Bandaríska söngkonan Lizzo var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag.

Lizzo, sem heitir réttu nafni Melissa Viviane Jefferson, var á meðal þeirra fjölmörgu gesta sem mættu í Vanity Fair-fögnuðinn að lokinni Óskarsverðlaunahátíðinni og gekk hún rauða dregilinn tæpum 30 kílóum léttari.

Söngkonan, sem er best þekkt fyrir lagasmelli á borð við Juice, Good as Hell og About Damn Time, hét því að breyta lífsháttum sínum um mitt síðasta ár og hefur svo sannarlega staðið sína plikt, en Lizzo greindi frá því núna í janúar að henni hefði tekist að ná þyngdartakmarki sínu.

Lizzo klæddist glæsilegum svörtum kjól sem sýndi línurnar, var með förðun sem undirstrikaði náttúrulega fegurð hennar og með hárið slegið, sem setti punktinn yfir i-ið.

Lizzo, sem hefur lengi verið talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar, hefur verið iðin við að sýna frá heilsuferðalagi sínu á samfélagsmiðlum síðustu mánuði, bæði til að halda sér gangandi og hvetja aðra í sömu stöðu.

Fylgjendur hennar hafa flestir hrósað henni fyrir eljusemi og dugnað, en einhverjir hafa þó haldið því fram að hratt og skyndilegt þyngdartap hennar sé tilkomið vegna notkunar á Ozempic-þyngdarstjórnunarlyfinu, sem hefur nú tröllriðið Hollywood síðustu ár.

Söngkonan hefur alfarið vísað þeim sögusögnum á bug og segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um það að taka heilsuna fastari tökum.

Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn.
Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. AFP/Amy Sussman
Söngkonan ljómaði.
Söngkonan ljómaði. Ljósmynd/AFP
Lizzo mætti ásamt kærasta sínum Myke Wright.
Lizzo mætti ásamt kærasta sínum Myke Wright. Ljósmynd/AFP
mbl.is