Reynir setur glæsihúsið aftur á sölu

Heimili | 3. mars 2025

Reynir setur glæsihúsið aftur á sölu

Reynir Grétarsson, eigandi InfoCapital, hefur sett sitt glæsilega einbýli í Fossvogi á sölu. Þetta er í annað sinn sem húsið er auglýst til sölu en nú hefur húsið verið endurnýjað á ýmsa vegu.

Reynir setur glæsihúsið aftur á sölu

Heimili | 3. mars 2025

Reynir Grétarsson hefur sett húsið á sölu.
Reynir Grétarsson hefur sett húsið á sölu. mbl.is/Karítas

Reynir Grétarsson, eigandi InfoCapital, hefur sett sitt glæsilega einbýli í Fossvogi á sölu. Þetta er í annað sinn sem húsið er auglýst til sölu en nú hefur húsið verið endurnýjað á ýmsa vegu.

Reynir Grétarsson, eigandi InfoCapital, hefur sett sitt glæsilega einbýli í Fossvogi á sölu. Þetta er í annað sinn sem húsið er auglýst til sölu en nú hefur húsið verið endurnýjað á ýmsa vegu.

Húsið er sérstakt fyrir margar sakir. Það er 503 fm að stærð, sem er töluvert stærra en gengur og gerist í hverfinu. Húsið var reist 1968 en hefur síðan þá verið endurhannað og lagað. 

Húsið stendur á flottri gróðursælli lóð sem snýr í suður og er með góðum sólpalli sem gengið er út á úr borðstofu. Búið er að skipta um gler að hluta í hæðinni. Í risi er svefnherbergi með baðherbergi inn af, góðu skápaplássi og útgengt út á suðursvalir (gæti einnig verið skrifstofa).

Í kjallara er flott tómstundarrými sem samanstendur af stúdíóíbúð, bíósal, snyrtingu, líkamsrækt, pool-herbergi, eldhúsi, bar og fleiru. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bjarmaland 16

mbl.is