30 daga sjálfsástaráskorun Björns Skúlasonar vekur hrifningu

Heilsurækt | 4. mars 2025

30 daga sjálfsástaráskorun Björns Skúlasonar vekur hrifningu

Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hefur vakið athygli fyrir frísklegt útlit. Hann er heilsukokkur og eigandi fyrirtækisins Just Björn sem selur collagen og fleiri heilsuvörur.

30 daga sjálfsástaráskorun Björns Skúlasonar vekur hrifningu

Heilsurækt | 4. mars 2025

Björn Skúlason heilsukokkur og eigandi Just Björn býður upp á …
Björn Skúlason heilsukokkur og eigandi Just Björn býður upp á 30 daga heilsuáskorun. Ljósmynd/Aðsend

Björn Skúla­son eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands hef­ur vakið at­hygli fyr­ir frísk­legt út­lit. Hann er heilsu­kokk­ur og eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Just Björn sem sel­ur colla­gen og fleiri heilsu­vör­ur.

Björn Skúla­son eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands hef­ur vakið at­hygli fyr­ir frísk­legt út­lit. Hann er heilsu­kokk­ur og eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Just Björn sem sel­ur colla­gen og fleiri heilsu­vör­ur.

Á dög­un­um birti Björn 30 daga sjálfs­ást­ar­áskor­un á In­sta­gram-síðunni Just Björn þar sem finna má framúrsk­ar­andi hug­mynd­ir um það hvernig hægt er að hafa það betra. List­inn er skemmti­lega sam­an­sett­ur. Flest­ir ættu að geta gefið sér tíu mín­út­ur á dag eða jafn­vel klukku­tíma til að huga að sjálf­inu. 

Hér má sjá plan Björns: 

  • Dag­ur 1 - 10 mín­útna hug­leiðsla.
  • Dag­ur 2 - Hringdu í vin. 
  • Dag­ur 3 - Lestu í klukku­tíma. 
  • Dag­ur 4 - Taktu þér frí frá sta­f­ræn­um heimi. 
  • Dag­ur 5 - Taktu til í skúff­um. 
  • Dag­ur 6 - Und­ir­búðu máltíðir fram í tím­ann. 
  • Dag­ur 7 - Farðu út í göngu­túr. 
  • Dag­ur 8 - Horfðu aft­ur á upp­á­haldskvik­mynd­ina þína. 
  • Dag­ur 9 - Smakkaðu eitt­hvað sem þú hef­ur ekki smakkað áður. 
  • Dag­ur 10 - Skrifaðu dag­bók. 
  • Dag­ur 11 - Gefðu af þér. 
  • Dag­ur 12 - Prófaðu nýja upp­skrift. 
  • Dag­ur 13 - Taktu til í ís­skápn­um. 
  • Dag­ur 14 - Farðu klukku­tíma fyrr í hátt­inn. 
  • Dag­ur 15 - Reyndu að leysa kross­gátu. 
  • Dag­ur 16 - Kláraðu verk­efni á verk­efna­list­an­um þínum. 
  • Dag­ur 17 - Hrósaðu ein­hverj­um. 
  • Dag­ur 18 - Vertu heima og slakaðu á. 
  • Dag­ur 19 - Leggðu bíln­um langt í burtu frá áfangastaðnum. 
  • Dag­ur 20 - Búðu til heilsu­sam­leg­an þeyt­ing. 
  • Dag­ur 21 - Farðu út að borða. 
  • Dag­ur 22 - Farðu í heitt bað. 
  • Dag­ur 23 - Gerðu þakk­læt­islista. 
  • Dag­ur 24 - Prófaðu að setja á þig and­lits­maska sem inni­held­ur colla­gen. 
  • Dag­ur 25 - Gefðu þér litla gjöf. 
  • Dag­ur 26 - Bættu 10 mín­út­um við æf­ing­una þína. 
  • Dag­ur 27 - Taktu til í einu her­bergi. 
  • Dag­ur 28 - Farðu í jóga­tíma eða farðu á mat­reiðslu­nám­skeið. 
  • Dag­ur 29 - Fáðu þér nýja hár­greiðslu. 
  • Dag­ur 30 - Drekktu fullt glas af vatni um leið og þú vakn­ar. 
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eigandi Just Björn.
Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Björn Skúla­son eig­andi Just Björn. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason á Bessastöðum á dögunum.
Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son á Bessa­stöðum á dög­un­um. mbl.is/​Karítas
Brynhildur Guðjónsdóttir, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son. Ljós­mynd/​Owen Fiene
Halla Tómasdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Björn Skúlason og Ingibjörg Ösp …
Halla Tóm­as­dótt­ir, Magnús Geir Þórðar­son, Björn Skúla­son og Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir.
mbl.is