Ástfangnari með hverjum deginum

Ást í Hollywood | 4. mars 2025

Ástfangnari með hverjum deginum

Enski leikarinn Aaron Taylor-Johnson birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í morgun þar sem hann fer fögrum orðum um eiginkonu sína til 13 ára, kvikmyndagerðarkonuna Sam Taylor-Johnson, í tilefni af 58 ára afmæli hennar.

Ástfangnari með hverjum deginum

Ást í Hollywood | 4. mars 2025

Samband Aaron Taylor-Johnson og Sam Taylor-Johnson hefur lengi vakið athygli, …
Samband Aaron Taylor-Johnson og Sam Taylor-Johnson hefur lengi vakið athygli, sérstaklega sökum aldursmunar. Skjáskot/Instagram

Enski leik­ar­inn Aaron Tayl­or-John­son birti færslu á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram í morg­un þar sem hann fer fögr­um orðum um eig­in­konu sína til 13 ára, kvik­mynda­gerðar­kon­una Sam Tayl­or-John­son, í til­efni af 58 ára af­mæli henn­ar.

Enski leik­ar­inn Aaron Tayl­or-John­son birti færslu á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram í morg­un þar sem hann fer fögr­um orðum um eig­in­konu sína til 13 ára, kvik­mynda­gerðar­kon­una Sam Tayl­or-John­son, í til­efni af 58 ára af­mæli henn­ar.

„Til ham­ingju með af­mæl­is­dag­inn, þokka­dís­in mín. Ég elska að verja hverri stundu með þér,” skrifaði Aaron við fal­lega myndaseríu sem sýn­ir hjón­in njóta lífs­ins á sól­rík­um stað.

Ald­urs­mun­ur­inn trufl­ar ekki

Leik­ar­inn, sem er best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk í kvik­mynd­um á borð við Kick-Ass, Avengers: Age of UltronThe Fall Guy og Nos­feratu, kynnt­ist eig­in­konu sinni við tök­ur á kvik­mynd­inni Nowh­ere Boy árið 2009, en þá var hann 18 ára gam­all og hún 42 ára.

Með þeim tók­ust mikl­ar ást­ir og á eins árs sam­bandsaf­mæli þeirra fór leik­ar­inn á skelj­arn­ar og bað um hönd sinn­ar heitt­elskuðu. 

Sam­band þeirra hef­ur lengi vakið at­hygli, sér­stak­lega sök­um ald­urs­mun­ar, en 23 ár aðskilja hjón­in. 

mbl.is