„Engin miskunn gefin í því“

Alþingi | 4. mars 2025

„Engin miskunn gefin í því“

Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum styrkjum til stjórnmálasamtaka.

„Engin miskunn gefin í því“

Alþingi | 4. mars 2025

Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra …
Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. mbl.is/Karítas

Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum styrkjum til stjórnmálasamtaka.

Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum styrkjum til stjórnmálasamtaka.

Meðal þeirra sem tóku til máls var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem áður sat á þingi fyrir Flokk fólksins. Karl Gauti vísaði til reynslu sinnar sem fyrrverandi innheimtumaður ríkissjóðs og benti á að meginreglan væri sú að ofgreitt fé sem fólk fengi úr hendi ríkissjóðs bæri að endurgreiða.

„Allur kraftur innheimtukerfisins er lagður í þetta, og þessu hef ég sjálfur orðið vitni að, það er engin miskunn gefin í því.“

Spurði hann hvort ekki væri einkennilegt að fjármálaráðherra tæki ívilnandi ákvörðun þvert gegn meginreglunni, að krefjast ekki endurgreiðslu, í þágu stjórnmálaflokks.

„Mér finnst liggja á milli línanna að þú sért að gefa í skyn að það séu einhvers konar óheilbrigð sjónarmið sem liggja til grundvallar þessari niðurstöðu,“ svaraði ráðherra og benti á að ákvörðunin byggðist á tveimur ytri matsgerðum.

Hann sagði það hárrétt að meginreglan væri að ofgreitt fé væri endurkrafið.

„En það er þó ekki undantekningalaust. Þarna eru fordæmi og dómar Hæstaréttar lagðir til grundvallar við hvenær þessi krafa er til staðar og hvenær ekki. Ég tók hér sérstaklega fram áðan að sjálfur er ég ekki löglærður maður og sit hér þar af leiðandi aðeins hallur hvað varðar að taka þátt í fræðilegum röksemdafærslum um þetta. Nákvæmlega þess vegna er leitað til sérfræðinga – og ekki eins heldur tveggja – til að fá úr því skorið hvert svarið eigi að vera. Það liggur fyrir og ákvörðunin liggur fyrir.“

Á fundinum var hæfi ráðherrans til þess að taka ákvörðunina dregið í efa í ljósi þess að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, fékk styrki í trássi við lög og ráðherrann á starf sitt undir samstarfinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is