Fulltrúar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í NB8-ríkjahópnum funduðu í gærmorgun með Frökkum og Bretum um næstu skref í Úkraínu.
Fulltrúar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í NB8-ríkjahópnum funduðu í gærmorgun með Frökkum og Bretum um næstu skref í Úkraínu.
Fulltrúar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í NB8-ríkjahópnum funduðu í gærmorgun með Frökkum og Bretum um næstu skref í Úkraínu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekki lægi nákvæmlega fyrir að svo stöddu hvernig stuðningsaðgerðir Evrópu við Úkraínu yrðu útfærðar, enda væri áætlunin enn í mótun.
Þá hefur Íslandi verið boðin þátttaka í frekari fundum á næstu dögum til að fylgja eftir frumkvæði Breta og Frakka. „Virkt samtal og samráð NB8-ríkjanna heldur áfram og við munum fylgjast grannt með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag