Ísraelar herja enn frekar í Jenin

Ísrael/Palestína | 4. mars 2025

Ísraelar herja enn frekar í Jenin

Ísraelski herinn kvaðst í dag hafa fært út kvíarnar á 43. degi hernaðaraðgerða sinna á Vesturbakkanum þannig að þær tækju nú til stærri hluta borgarinnar Jenin sem er norðarlega á bakkanum.

Ísraelar herja enn frekar í Jenin

Ísrael/Palestína | 4. mars 2025

Ísraelskur hermaður stendur vörð við bryndreka hersins í Austur-Jenin þar …
Ísraelskur hermaður stendur vörð við bryndreka hersins í Austur-Jenin þar sem herinn boðar nú enn frekari umsvif í andhryðjuverkaaðgerð sinni. AFP/Jaafar Ashtiyeh

Ísraelski herinn kvaðst í dag hafa fært út kvíarnar á 43. degi hernaðaraðgerða sinna á Vesturbakkanum þannig að þær tækju nú til stærri hluta borgarinnar Jenin sem er norðarlega á bakkanum.

Ísraelski herinn kvaðst í dag hafa fært út kvíarnar á 43. degi hernaðaraðgerða sinna á Vesturbakkanum þannig að þær tækju nú til stærri hluta borgarinnar Jenin sem er norðarlega á bakkanum.

Segir í tilkynningu hersins að hann hafi „fært umfang andhryðjuverkaaðgerðarinnar á norðurhluta Samira út til frekari svæða í Jenin“ og notar herinn þar hið biblíulega heiti þessa hluta Vesturbakkans, Samaria, auk þess að greina frá því að hermenn hans hafi fellt tvo Palestínumenn, þar af stjórnanda innan Hamas-samtakanna, í árás í nótt.

mbl.is