Macaulay Culkin: „Ég grét“

Óskarsverðlaunin | 4. mars 2025

Macaulay Culkin: „Ég grét“

Macaulay Culkin, eldri bróðir Óskarsverðlaunahafans Kieran Culkin, brast í grát þegar tilkynnt var um sigurvegara í flokki besta leikara í aukahlutverki á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag. Kieran, 42 ára, vann fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Real Pain.

Macaulay Culkin: „Ég grét“

Óskarsverðlaunin | 4. mars 2025

Brenda Song and Macaulay Culkin voru heldur betur glæsileg.
Brenda Song and Macaulay Culkin voru heldur betur glæsileg. Ljósmynd/AFP

Macaulay Cul­kin, eldri bróðir Óskar­sverðlauna­haf­ans Kier­an Cul­kin, brast í grát þegar til­kynnt var um sig­ur­veg­ara í flokki besta leik­ara í auka­hlut­verki á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dag. Kier­an, 42 ára, vann fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni A Real Pain.

Macaulay Cul­kin, eldri bróðir Óskar­sverðlauna­haf­ans Kier­an Cul­kin, brast í grát þegar til­kynnt var um sig­ur­veg­ara í flokki besta leik­ara í auka­hlut­verki á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dag. Kier­an, 42 ára, vann fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni A Real Pain.

„Ég grét,“ sagði Macaulay við sjón­varps­mann­inn Tan France er hann mætti í Vanity Fair-fögnuðinn að lok­inni Óskar­sverðlauna­hátíðinni. Leik­ar­inn, sem er best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um Home Alone, My Girl og Uncle Buck, mætti á viðburðinn ásamt unn­ustu sinni, leik­kon­unni Brendu Song.

Kier­an fagnaði sigr­in­um ásamt eig­in­konu sinni, Jazz Chart­on, og öðrum sig­ur­veg­ur­um kvölds­ins á hinum ár­lega Go­vern­ors Ball-fögnuði.

Fagnaði sigrinum með eiginkonu sinni.
Fagnaði sigr­in­um með eig­in­konu sinni. Ljós­mynd/​AFP

Cul­kin-systkin­in eru sjö tals­ins, en þrjú þeirra hafa átt ágæt­is vel­gengni að fagna í Hollywood, sér­stak­lega á barns­aldri. Frægð Kier­an náði þó nýj­um hæðum þegar hann hreppti hlut­verk í þáttaröðinni Successi­on árið 2018 og hef­ur hann verið á mik­illi sig­ur­göngu síðan. 

Kieran Culkin hreppti Óskarinn í flokki besta leikara í aukahlutverki.
Kier­an Cul­kin hreppti Óskar­inn í flokki besta leik­ara í auka­hlut­verki. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is