Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, hafa lagt fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á grundvelli samstarfsyfirlýsingar sem var nýlega kynnt.
Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, hafa lagt fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á grundvelli samstarfsyfirlýsingar sem var nýlega kynnt.
Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, hafa lagt fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á grundvelli samstarfsyfirlýsingar sem var nýlega kynnt.
„Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögurnar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu frá meirihlutanum í borginni.
Þá kemur fram að í aðgerðaráætluninni séu tuttugu og fimm tillögur sem komi allar til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar þar sem endanleg útfærsla fái faglega umræðu og afgreiðslu.
Tekið er fram að á meðal forgangsmála séu húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni. Sjá nánar helstu atriði flokkanna hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan með fylgjast með útsendingu frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem hófst kl. 12 í dag.