Úr góðu starfi í gæsluvarðhald

Óöld í Svíþjóð | 4. mars 2025

Úr góðu starfi í gæsluvarðhald

Rúmlega fertug kona situr í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Stokkhólmi í Svíþjóð, grunuð um framkvæmd tveggja sprengjutilræða þar í þeirri ofbeldisbylgju sem viðsjár milli glæpagengja þar í borginni og nágrenni hennar hafa haft í för með sér síðustu misseri.

Úr góðu starfi í gæsluvarðhald

Óöld í Svíþjóð | 4. mars 2025

Sprengjudeild lögreglunnar í Stokkhólmi kannar vettvang sprengjutilræðis í Sundbyberg í …
Sprengjudeild lögreglunnar í Stokkhólmi kannar vettvang sprengjutilræðis í Sundbyberg í febrúar í fyrra. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Rúmlega fertug kona situr í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Stokkhólmi í Svíþjóð, grunuð um framkvæmd tveggja sprengjutilræða þar í þeirri ofbeldisbylgju sem viðsjár milli glæpagengja þar í borginni og nágrenni hennar hafa haft í för með sér síðustu misseri.

Rúmlega fertug kona situr í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Stokkhólmi í Svíþjóð, grunuð um framkvæmd tveggja sprengjutilræða þar í þeirri ofbeldisbylgju sem viðsjár milli glæpagengja þar í borginni og nágrenni hennar hafa haft í för með sér síðustu misseri.

Saga grunuðu er ólík þeim sem algengastar hafa verið og snúast um táningspilta með stjörnur í augum sem sænska lögreglan segir bíða í röðum eftir stöðum leigumorðingja og sprengjutilræðismanna hjá gengjum á borð við Foxtrot-veldi „kúrdíska refsins“ Rawa Majid.

Sú sem situr bak við lás og slá starfaði áður hjá sænsku öryggisfyrirtæki og naut þar rúmlega 700.000 sænskra króna í árslaun, jafnvirði rúmra níu milljóna íslenskra, eftir því sem sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá í úttekt sinni á þremur þeirra rúmlega 30 sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að 22 af 60 sprengjutilræðum í Stokkhólmi og nágrenni mánuðina desember til febrúar.

70 prósent 15 til 19 ára

Hinir tveir falla innan tölfræðinnar og eru drengir á unglingsaldri. Konan framangreinda tók þátt í fjársvikum og hlaut dóm fyrir peningaþvott. Missti hún þar með starf sitt hjá öryggisfyrirtækinu og valdi örlagaríka leið til að afla sér tekna – að vinna skítverkin fyrir glæpagengi sem troða illsakir við önnur glæpagengi og Morgunblaðið og mbl.is hafa ítrekað fjallað um síðustu ár.

„Táningurinn og öryggiskonan“ eins og tvö þriggja grunuðu, sem SVT …
„Táningurinn og öryggiskonan“ eins og tvö þriggja grunuðu, sem SVT fjallar sérstaklega um, kallast í umfjöllun ríkisútvarpsins sænska. Skjáskot/Úttekt SVT

„Þegar litið er til þessarar ofbeldisaðferðar er þetta nokkur fjöldi [sem lögregla hefur handtekið],“ segir Sven Granath, afbrotafræðingur og rannsakandi við Háskólann í Stokkhólmi, við SVT, „jafnvel þótt um sé að ræða handtökur í tengslum við innan við helming brotanna verður að segjast að það er töluvert meira en verið hefði fyrir áratug,“ segir hann enn fremur.

Um 70 prósent þeirra rúmlega 30, sem sitja í haldi, eru á aldrinum 15 til 19 ára, flest karlmenn, en fimm konur eru þó í hópnum.

Vissir sameiginlegir þættir

„Miðað við þær rannsóknir sem nú standa yfir eru góðar líkur á að við munum handtaka fleiri á næstunni og fá gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim,“ segir Max Åkerwall, aðstoðarlögreglustjóri í suðurumdæmi sænsku lögreglunnar, við SVT, en yfir helmingur þeirra, sem nú sitja inni, hafa hlotið refsidóma áður, þriðjungur hefur sætt vistun í úrræði fyrir unglinga á refilstigum.

„Maður sér vissa sameiginlega þætti hjá þeim sem eiga sér lengri afbrotaferil,“ segir Granath, „almennt er það á þeirra aldri sem upp kemst um brot og fólk hlýtur mesta athygli [kerfisins] fyrir alvarleg afbrot auk þess sem menn eiga sér oftast feril fyrri afbrota, hafa verið ákærðir og verið skjólstæðingar félagslega kerfisins,“ bætir afbrotafræðingurinn við.

SVT

SVT-II (með dýnamit-farm í sporvagni)

Aftonbladet

mbl.is