Vonbrigði Demi Moore leyndu sér ekki

Óskarsverðlaunin | 4. mars 2025

Vonbrigði Demi Moore leyndu sér ekki

Leikkonan Demi Moore hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Substance. Hún laut í lægra haldi fyrir leikkonunni Mikey Madison, sem hreppti verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Anora

Vonbrigði Demi Moore leyndu sér ekki

Óskarsverðlaunin | 4. mars 2025

Demi Moore þegar hún mætti í Vanity Fair-partíið í Wallis …
Demi Moore þegar hún mætti í Vanity Fair-partíið í Wallis Annenberg Center í gær. Michael Tran / AFP

Leik­kon­an Demi Moore hlaut til­nefn­ingu til Óskar­sverðlauna fyr­ir leik í aðal­hlut­verki í kvik­mynd­inni Su­bst­ance. Hún laut í lægra haldi fyr­ir leik­kon­unni Mikey Madi­son, sem hreppti verðlaun­in fyr­ir leik sinn í mynd­inni Anora

Leik­kon­an Demi Moore hlaut til­nefn­ingu til Óskar­sverðlauna fyr­ir leik í aðal­hlut­verki í kvik­mynd­inni Su­bst­ance. Hún laut í lægra haldi fyr­ir leik­kon­unni Mikey Madi­son, sem hreppti verðlaun­in fyr­ir leik sinn í mynd­inni Anora

Sam­kvæmt vara­les­ara gat Moore ekki dulið von­brigðin þegar hún heyrði nafn sig­ur­veg­ar­ans kveðið upp, en leik­kon­an á að hafa sagt aðeins eitt orð: „Nice“, eða „fínt“, án þess að brosa. „Hún kink­ar kolli líkt og hún hafi þvingað sjálfa sig til að segja þetta,“ sagði vara­les­ar­inn Nicola Hickling í við Daily Mail.

Þá á Moore einnig að hafa verið í sjá­an­legu upp­námi og með spennta kjálka, sam­kvæmt Hickling, þegar hún heyrði nafn hinn­ar 25 ára leik­konu lesið upp. 

Ásamt Moore og Madi­son voru til­nefnd­ar Fern­anda Tor­res fyr­ir I'm Still Here, Karla Sofía Gascón fyr­ir Em­ilia Pér­ez og Cynt­hia Eri­vo fyr­ir Wicked.

Kvik­mynda­fer­ill Moore nær nokkra ára­tugi aft­ur í tím­ann og um tíma var hún hæst­launaðasta leik­kona í heimi. Mörg­um hef­ur þó fund­ist skorta á viður­kenn­ing­ar frá kvik­mynda­aka­demí­unni í garð leik­kon­unn­ar og því var von til þess að hún myndi hreppa verðlaun­in í gær. Hún hef­ur þó hlotið fjölda til­nefn­inga og nokk­ur verðlaun fyr­ir leik sinn í Su­bst­ance, m.a. Critics' Choice Aw­ards.

Page Six

mbl.is