Beckham-hjónin á huggulegu stefnumóti í París

Borgarferðir | 5. mars 2025

Beckham-hjónin á huggulegu stefnumóti í París

David og Victoria Beckham nutu sín í borg ástarinnar í gær. Hjónin voru meðal gesta á A-lista Le Grand Diner du Louvre, fyrsta gala kvöldverði Louvre-safnsins. 

Beckham-hjónin á huggulegu stefnumóti í París

Borgarferðir | 5. mars 2025

Skjáskot/Instagram

Dav­id og Victoria Beckham nutu sín í borg ástar­inn­ar í gær. Hjón­in voru meðal gesta á A-lista Le Grand Diner du Louvre, fyrsta gala kvöld­verði Louvre-safns­ins. 

Dav­id og Victoria Beckham nutu sín í borg ástar­inn­ar í gær. Hjón­in voru meðal gesta á A-lista Le Grand Diner du Louvre, fyrsta gala kvöld­verði Louvre-safns­ins. 

Victoria deildi mynd af þeim á In­sta­gram með orðunum: „Svo ynd­is­legt kvöld á Le Grand Diner du Louvre til að fagna fyrstu sýn­ingu safns­ins til­einkaðri tískuiðnaðinum og skap­andi fólki hans ...“

Ekki nóg með að hafa mætt til glæsi­veislu 4. fe­brú­ar held­ur átti son­ur hjón­anna, Brook­lyn, 26 ára af­mæli sama dag.

Þetta kvöld voru hjón­in glæsi­leg sem aldrei fyrr. Victoria, sem er fimm­tug, klædd­ist svört­um gala­kjól með löng­um slóða, svo hver sem er hefði snúið höfðinu í hálf­hring til að horfa á eft­ir henni. Hárið var upp­sett í snúð og skartið lát­laust. 

Dav­id var glæsi­leg­ur í svört­um smók­ing með svarta slaufu, í vel pússuðum skóm og með kremlitaðan tref­il.

Það er önn­ur ærin ástæða fyr­ir veru hjón­anna í Par­ís, en sam­nefnt vörumerki Victoriu sýn­ir haust- og vetr­ar­tísk­una 2025 í borg­inni, föstu­dag­inn 7. mars. 

People

mbl.is