Frumsýndi kærastann á rauða dreglinum

Ást í Hollywood | 5. mars 2025

Frumsýndi kærastann á rauða dreglinum

Leikkonan Amy Poehler, sem er best þekkt fyrir hlutverk sín í gamanþáttaröðunum Saturday Night Live og Parks and Recreation, mætti ásamt kærasta sínum Joel Lovell, framkvæmdastjóra Pineapple Street Studios, í Vanity Fair-fögnuðinn á sunnudag. Þetta var í fyrsta sinn sem parið mætti saman á rauða dregilinn.

Frumsýndi kærastann á rauða dreglinum

Ást í Hollywood | 5. mars 2025

Glæsilegt par!
Glæsilegt par! AFP/Amy Sussman

Leik­kon­an Amy Poehler, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í gam­anþáttaröðunum Sat­ur­day Nig­ht Live og Parks and Recreati­on, mætti ásamt kær­asta sín­um Joel Lovell, fram­kvæmda­stjóra Pineapple Street Studi­os, í Vanity Fair-fögnuðinn á sunnu­dag. Þetta var í fyrsta sinn sem parið mætti sam­an á rauða dreg­il­inn.

Leik­kon­an Amy Poehler, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í gam­anþáttaröðunum Sat­ur­day Nig­ht Live og Parks and Recreati­on, mætti ásamt kær­asta sín­um Joel Lovell, fram­kvæmda­stjóra Pineapple Street Studi­os, í Vanity Fair-fögnuðinn á sunnu­dag. Þetta var í fyrsta sinn sem parið mætti sam­an á rauða dreg­il­inn.

Ham­ingj­an geislaði af par­inu er það stillti sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara.

Parið klæddi sig í stíl og valdi svört spari­föt. Poehler var glæsi­leg í svört­um síðkjól og Lovell var flott­ur við hlið henn­ar í smók­ing.

Poehler, 53 ára, var gift gam­an­leik­ar­an­um Will Arnett á ár­un­um 2003 til 2016. Sam­an eiga þau tvo syni á tán­ings­aldri, Archie og Abel.

mbl.is