Gummi Kíró bauð í smakk á Lemon

Viðburðir | 5. mars 2025

Gummi Kíró bauð í smakk á Lemon

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, einn af vinsælustu kírópraktorum landsins bauð upp á smakk og tjatt á nýjum próteindrykk á Lemon á dögunum.

Gummi Kíró bauð í smakk á Lemon

Viðburðir | 5. mars 2025

Gleðin var í fyrirrúmi á Lemon þegar nýr prótein drykkur …
Gleðin var í fyrirrúmi á Lemon þegar nýr prótein drykkur var kynntur til leiks. Lilja Marín Guðmundsdóttir, Guðmundur Birkir Pálmason, alla jafna kallaður Gummi Kíró, Kristjana Björk Barðdal, Gurrý Indriðadóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, einn af vinsælustu kírópraktorum landsins bauð upp á smakk og tjatt á nýjum próteindrykk á Lemon á dögunum.

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, einn af vinsælustu kírópraktorum landsins bauð upp á smakk og tjatt á nýjum próteindrykk á Lemon á dögunum.

Hann hefur unnið markvisst að því að bæta heilsu sína sem og annarra landsmanna. Hann segir það gefa sér mikla útrás að fara á góða æfingu og fá sér svo gott prótein á eftir.

„Það besta sem ég veit er að fara á Lemon eftir æfingu og fá mér próteinsjeik og samloku,“ segir Gummi kampakátur. „Þegar stelpurnar á Lemon höfðu samband og báðu mig um að gera nýjan próteindrykk í samstarfi við þær var ég ekki lengi að segja já, enda er þetta frábær staður sem býður upp á hollan og góðan mat.“

Staðurinn stútfylltist

Viðskiptavinum var boðið að smakka nýja drykkinn hans Gumma Kíró sem heitir Fro Pro og vísar í góðan Frappó-próteindrykk enda inniheldur drykkurinn kaffi og prótein.

„Þessi drykkur er mjög góður og er frábær viðbót á núverandi matseðil hjá okkur,“ segir Gurrý Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon og bætir við að staðurinn hafi stútfyllst enda viðskiptavinir og aðrir æstir í að smakka þennan frábæra drykk hjá Gumma.

Það var mikið fjör í smakkpartýinu eins og sést á myndunum.

Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta.
Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta. Ljósmynd/Aðsend
Unnur María Pálmadóttir, Gummi Kíró, og Jóhanna Soffía Birgisdóttir.
Unnur María Pálmadóttir, Gummi Kíró, og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Gummi Kíró, Aníta Björt Sigurjónsdóttir og Sigrún Guðný Karlsdóttir.
Gummi Kíró, Aníta Björt Sigurjónsdóttir og Sigrún Guðný Karlsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Arnar Pétursson og Gummi Kíró.
Arnar Pétursson og Gummi Kíró. Ljósmynd/Aðsend
Gummi Kíró, Óli Valur Pétursson og Tinna Pétursdóttir.
Gummi Kíró, Óli Valur Pétursson og Tinna Pétursdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Alma Katrín Einarsdóttir, Sveindís Guðmundsdóttir og Gummi Kíró.
Alma Katrín Einarsdóttir, Sveindís Guðmundsdóttir og Gummi Kíró. Ljósmynd/Aðsend
Gummi Kíró eins og hann er alla jafna kallaður.
Gummi Kíró eins og hann er alla jafna kallaður. Ljósmynd/Aðsend
Gurrý Indriðadóttir, Kristrún Runólfsdóttir og Steinn Logi.
Gurrý Indriðadóttir, Kristrún Runólfsdóttir og Steinn Logi. mbl.is/Árni Sæberg
Kristjana Björk Barðdal, Inga María Hjartardóttir og Kara Lind.
Kristjana Björk Barðdal, Inga María Hjartardóttir og Kara Lind. mbl.is/Árni Sæberg
Kristún Runólfsdóttir, Gurrý Indriðadóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir.
Kristún Runólfsdóttir, Gurrý Indriðadóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Skálað í nýju prótein drykk á Lemon.
Skálað í nýju prótein drykk á Lemon. Árni Sæberg
Lilja Marín Guðmundsdóttir og Pálmi Hrafn Hlynsson.
Lilja Marín Guðmundsdóttir og Pálmi Hrafn Hlynsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is