Hlaut Óskarsverðlaun förðuð með íslenskum snyrtivörum

Snyrtivörur | 5. mars 2025

Hlaut Óskarsverðlaun förðuð með íslenskum snyrtivörum

Leikkonan Mikey Madison hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Anora á dögunum. Á rauða dreglinum klæddist hún kjól frá franska tískuhúsinu Dior og var með látlausa en klassíska förðun. Mikil áhersla var lögð á náttúrulega húð en íslenska snyrtivörumerkið Blue Lagoon Skincare kom þar við sögu.

Hlaut Óskarsverðlaun förðuð með íslenskum snyrtivörum

Snyrtivörur | 5. mars 2025

Mikey Madison ljómaði á rauða dreglinum.
Mikey Madison ljómaði á rauða dreglinum. Frederic J. Brown/AFP

Leik­kon­an Mikey Madi­son hlaut Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Anora á dög­un­um. Á rauða dregl­in­um klædd­ist hún kjól frá franska tísku­hús­inu Dior og var með lát­lausa en klass­íska förðun. Mik­il áhersla var lögð á nátt­úru­lega húð en ís­lenska snyrti­vörumerkið Blue Lagoon Skincare kom þar við sögu.

Leik­kon­an Mikey Madi­son hlaut Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Anora á dög­un­um. Á rauða dregl­in­um klædd­ist hún kjól frá franska tísku­hús­inu Dior og var með lát­lausa en klass­íska förðun. Mik­il áhersla var lögð á nátt­úru­lega húð en ís­lenska snyrti­vörumerkið Blue Lagoon Skincare kom þar við sögu.

Notaðar voru vör­ur frá Blue Lagoon Skincare. Förðun­ar­fræðing­ur Madi­son, Mel­issa Hern­and­ez, legg­ur iðulega áherslu á húðina þegar hún farðar stjörn­urn­ar.

„Ég nota Blue Lagoon Skincare af því að vör­urn­ar veita húðinni raka ásamt því að róa húðina og halda henni í jafn­vægi sem er akkúrat það sem þarf fyr­ir svona stórt kvöld,“ seg­ir Hern­and­ez í frétta­til­kynn­ingu.

Snyrti­vör­urn­ar sem hún notaði voru Miner­al Mask-rakamaskinn, BL+ The Ser­um, BL+ The Cream, BL+ Eye Ser­um á aug­un og Al­gae Bi­oacti­ve Concentra­te-and­lit­solí­an.

BL+ andlitskremið frá Blue Lagoon Skincare.
BL+ and­lit­skremið frá Blue Lagoon Skincare.
BL+ The Serum.
BL+ The Ser­um.
Mineral-húðmaskinn sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim.
Miner­al-húðmaskinn sem hef­ur hlotið fjölda viður­kenn­inga um all­an heim.
mbl.is