Þótt náttúran hafi fengið að njóta sín á meðal Þjóðverja allt frá 19. öld þá virðist hún eitthvað vera að detta úr tísku hjá yngri kynslóðinni, sem kýs heldur að klæðast baðfötum á ströndinni.
Þótt náttúran hafi fengið að njóta sín á meðal Þjóðverja allt frá 19. öld þá virðist hún eitthvað vera að detta úr tísku hjá yngri kynslóðinni, sem kýs heldur að klæðast baðfötum á ströndinni.
Þótt náttúran hafi fengið að njóta sín á meðal Þjóðverja allt frá 19. öld þá virðist hún eitthvað vera að detta úr tísku hjá yngri kynslóðinni, sem kýs heldur að klæðast baðfötum á ströndinni.
Í síðustu viku kynntu embættismenn í þýsku borginni Rostock við Eystrasalt nýja reglugerð sem leyfir strandvörðum að banna strandgesti sem neita að afklæða sig á þar tilgerðum nektarsvæðum.
Strandlengjan í Rostock er um fimmtán kílómetra löng og er svæðinu skipt í nektarstrendur, blandaðar strendur og baðfatastrendur, sem tryggir að allir hafi rými til að sóla sig á þann hátt sem þeir kjósa. En fyrir þann sem stígur á nektarströnd er reglan skýr: „Farðu úr eða farðu burt“.
Reglugerðin kemur til vegna fjölda kvartana frá fólki sem segist hafa verið áreitt á þessum „náttúrusvæðum“. Þó leggur Moritz Naumann frá Rostock Tourism áherslu á að reglunum verði einungis framfylgt ef til „átaka kemur“.
Þótt bann við fatnaði á nektarströnd kunni að hljóma óþarfi, undirstrikar ákvörðun yfirvalda í Rostock að tryggt verði rými fyrir náttúruna hjá þeim sem kjósa þann lífsstíl.
Freikörperkultur eða frjáls líkamsmenning er hreyfing sem á rætur að rekja aftur til 19. aldar og hvetur þá sem vilja að afklæðast til að ná betri tengingu við náttúruna í umhverfinu, og á það að stuðla að jákvæðari líkamsvitund og betri samhljómi við náttúruna.
Fyrir margan Þjóðverjann hefur það hingað til talist eðlilegt að vera nakinn á almannafæri á ströndum, í görðum og á gönguleiðum þar sem nekt er leyfileg. Allar líkamsgerðir eru velkomnar á slíkum stöðum og þá er stranglega bannað að taka myndir og koma með óumbeðnar athugasemdir.
Ferðamenn sem hafa virt þessi mörk að vettugi hafa vakið miklar deilur, ekki einungis í Þýskalandi heldur einnig í Portúgal og í fjarlægari löndum eins og Namibíu.