Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir kennara, foreldra og nemendur, kalla eftir yfirsýn í skólakerfinu og sanngjörnu samanburðarhæfu námsmati.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir kennara, foreldra og nemendur, kalla eftir yfirsýn í skólakerfinu og sanngjörnu samanburðarhæfu námsmati.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir kennara, foreldra og nemendur, kalla eftir yfirsýn í skólakerfinu og sanngjörnu samanburðarhæfu námsmati.
„Þess vegna er sorglegt að eftir allan þennan tíma að við séum enn á þessum stað,“ segir Ásdís og vísar þar til skorts á samræmdum íslenskum mælingum á hæfni nemenda.
Einu mælingarnar séu PISA-könnunarprófin sem hafi undanfarin ár gefið dökka mynd af íslenska skólakerfinu.
Ásdís segir til skoðunar hvernig megi bregðast við þessari stöðu og veltir því meðal annars upp hvort leggja eigi stöðumat fyrir nemendur við upphaf hvers skólaárs.
„[K]anna hvernig þau standa sig í ákveðnum kjarnafögum áður en við undirbúum veturinn þannig að við getum stutt við nemendur á skólaárinu.“
Ásdís Kristjánsdóttir og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræða áskoranir í menntamálum í Dagmálum.
Í kjölfar mikillar umfjöllunar um menntamál sem hófst síðasta sumar ákvað Ásdís að heimsækja alla skóla sem bæjarfélagið rekur og ræða við kennara, skólastjórnendur, nemendur og foreldra.
„Ég ræddi við fjögur hundruð manns,“ segir Ásdís, þegar hún rifjar upp heimsóknirnar.
„Ég fór í þessar heimsóknir til að skilja betur hvað það er sem við getum gert til að bæta nám barnanna okkar. Og ég verð að segja eftir öll þessi samtöl að þá var rauði þráðurinn í þessu öllu saman – þær áskoranir sem við erum að glíma við, er að það er augljóst að það er skortur á yfirsýn.“
Hún segir ákall frá nemendum um að þau fái skýrari og betri upplýsingar um námsframvindu sína og hvar þau standi í náminu samanborið við samnemendur sína.
„Þeim finnst ósanngjarnt hvernig er verið að meta og á hvaða forsendum nemendur eru metnir inn í framhaldsskóla. Þetta er ólíkt á milli skóla, og jafnvel innan sveitarfélaga.“
Hún segir foreldra jafnframt viljuga til að styðja við börnin sín en þá skorti yfirsýn. „Ég verð að fá að vita betur og skilja betur og vita betur hvar barnið mitt stendur.“
Hún segir kennara að sama skapi kalla eftir verkfærum til að geta stutt betur við nemendur.
„Þetta snýst allt um það – og það er vandinn í hnotskurn, að stjórnvöldum ber lögum samkvæmt að tryggja að það sé framkvæmt hér samræmt námsmat á hverju ári. Það hefur auðvitað ekki verið gert undanfarin ár og eini samræmdi mælikvarðinn sem við höfum eru PISA. Við sjáum þar að árangurinn er alltaf að verða lakari og lakari í hverri niðurstöðu sem birtist.“