Tímavélin úr Vigdísar-þáttunum komin á sölu

Heimili | 5. mars 2025

Tímavélin úr Vigdísar-þáttunum komin á sölu

Við Reynimel í Reykjavík er að finna 187 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1955. Hæðin er sannkölluð tímavél þar sem veggfóður og gólfteppi prýða hæðina sem er að mestu lagi í upprunalegu horfi. Það er því svolítið eins og fólk gangi inn í tímavél þegar íbúðin er heimsótt. 

Tímavélin úr Vigdísar-þáttunum komin á sölu

Heimili | 5. mars 2025

Nína Dögg Filippusdóttir fór með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í leiknum …
Nína Dögg Filippusdóttir fór með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í leiknum sjónvarpsþáttum um hana sem sýndir voru á RÚV. Samsett mynd

Við Reynimel í Reykjavík er að finna 187 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1955. Hæðin er sannkölluð tímavél þar sem veggfóður og gólfteppi prýða hæðina sem er að mestu lagi í upprunalegu horfi. Það er því svolítið eins og fólk gangi inn í tímavél þegar íbúðin er heimsótt. 

Við Reynimel í Reykjavík er að finna 187 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1955. Hæðin er sannkölluð tímavél þar sem veggfóður og gólfteppi prýða hæðina sem er að mestu lagi í upprunalegu horfi. Það er því svolítið eins og fólk gangi inn í tímavél þegar íbúðin er heimsótt. 

Íbúðin kom fyrir í þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem sýndir voru á RÚV í byrjun ársins. Þar fór Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverk Vigdísar á seinni helmingi ævi sinnar. Elín Hall lék Vigdísi á yngri árum.

Í seinni hluta seríunnar kom íbúðin við Reynimel við sögu því hún átti að vera heimili Alberts Guðmundssonar, sem leikinn er af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. Þau voru á svipuðu reki og voru bæði í framboði til forseta Íslands 1980 þar sem Vigdís sigraði eins og frægt er orðið. 

Hér má sjá stofuna sem kom við sögu í Vigdísar-þáttunum …
Hér má sjá stofuna sem kom við sögu í Vigdísar-þáttunum á RÚV.
Í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur.
Í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur.
Í borðstofunni er bleikvínrautt veggfóður sem gerir heimilið ríkulegt.
Í borðstofunni er bleikvínrautt veggfóður sem gerir heimilið ríkulegt.

Halldór H. Jónsson teiknaði

Húsið við Reynimel var teiknað af Halldóri H. Jónssyni. Íbúðin er ríkulega innréttuð með loftlistum, flúruðum hurðarkömrum, fallegu parketi og veggfóðri. Í stofunni er bleikt ullarteppi sem fer vel við gyllt munstrað veggfóðrið svo ekki sé minnst á falleg húsgögn. 

Vonandi mun kaupandi íbúðarinnar koma auga á verðmætin í sögunni og halda því sem heilt er. Ekki skófla öllu út eins og tíðkast hjá hinum nýríku. 

Takið eftir listunum sem eru meðfram loftinu.
Takið eftir listunum sem eru meðfram loftinu.
Sérsmíðaðar grindur eru í kringum ofnana.
Sérsmíðaðar grindur eru í kringum ofnana.
Í ganginum er röndótt blátóna veggfóður.
Í ganginum er röndótt blátóna veggfóður.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Reynimelur 57

Falleg tvíbreið hurð skilur rýmin af.
Falleg tvíbreið hurð skilur rýmin af.
Baðherbergið er flísalagt með bláum flísum.
Baðherbergið er flísalagt með bláum flísum.
Hér má sjá veglega heimaskrifstofu.
Hér má sjá veglega heimaskrifstofu.
Húsið við Reynimel 57 er reisulegt og voldugt.
Húsið við Reynimel 57 er reisulegt og voldugt.
mbl.is