Elskar að ferðast um heiminn með barnungri dóttur sinni

Á ferðalagi | 6. mars 2025

Elskar að ferðast um heiminn með barnungri dóttur sinni

Sarah Noack, einstæð móðir með þriggja ára gamla stúlku, hefur verið á miklu ferðalagi síðustu ár og heimsótt 20 lönd, bæði í Evrópu og Asíu, ásamt dóttur sinni. Ferðalag mæðgnanna hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en þar fylgjast ríflega 80 þúsund manns með ævintýrum þeirra.  

Elskar að ferðast um heiminn með barnungri dóttur sinni

Á ferðalagi | 6. mars 2025

Mæðgurnar hafa heimsótt 20 lönd.
Mæðgurnar hafa heimsótt 20 lönd. Samsett mynd

Sarah Noack, ein­stæð móðir með þriggja ára gamla stúlku, hef­ur verið á miklu ferðalagi síðustu ár og heim­sótt 20 lönd, bæði í Evr­ópu og Asíu, ásamt dótt­ur sinni. Ferðalag mæðgn­anna hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum, en þar fylgj­ast ríf­lega 80 þúsund manns með æv­in­týr­um þeirra.  

Sarah Noack, ein­stæð móðir með þriggja ára gamla stúlku, hef­ur verið á miklu ferðalagi síðustu ár og heim­sótt 20 lönd, bæði í Evr­ópu og Asíu, ásamt dótt­ur sinni. Ferðalag mæðgn­anna hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum, en þar fylgj­ast ríf­lega 80 þúsund manns með æv­in­týr­um þeirra.  

Noack, sem er 27 ára göm­ul, ræddi ný­verið við blaðamann Daily Mail og sagði aðeins frá því hvernig það er að ferðast um heim­inn með barn á leikskóla­aldri.  

Að ferðast með barn er ótrú­lega gef­andi upp­lif­un, sér­stak­lega ef þú vel­ur að hægja á, fylgj­ast með og sjá heim­inn með aug­um barns,” sagði móðirin.  

Auðvelt að skapa eft­ir­minni­lega ferðaupp­lif­un

„Á ferðalagi okk­ar hef ég tekið eft­ir því að marg­ir for­eldr­ar eiga í erfiðleik­um með að njóta þess að ferðast um með börn­un­um sín­um þar sem ferðavænt­ing­ar stang­ast oft á við þarf­ir barn­anna og skap­ar streitu. Þetta álag get­ur auðveld­lega leitt til gremju bæði fyr­ir for­eldra og börn og breytt ánægju­legri upp­lif­un í krefj­andi.” 

Að sögn Noack er mjög auðvelt að njóta þess að ferðast með börn­um og seg­ir hún að með réttu hug­ar­fari og nokkr­um hag­nýt­um aðferðum geti fjöl­skyld­ur auðveld­lega skapað eft­ir­minni­lega ferðaupp­lif­un sem er ánægju­leg fyr­ir alla, unga sem aldna. 

„Það skipt­ir öllu máli að fjölga gæða- og sam­veru­stund­um fjöl­skyld­unn­ar, það þarf ekki að heim­sækja hvern ein­asta túrist­astað, bara til að bíða í röð. Ég mæli ein­dregið með því að heim­sækja leik­svæði eða barn­væn kaffi­hús, það ger­ir heil­mikið.”  

Mæðgurn­ar, sem eru frá Þýskalandi, hafa ferðast vítt og breitt um Evr­ópu og Asíu. Noack upp­lifði sig ör­ugg­asta með barn í Suðaust­ur-Asíu, sér­stak­lega í Nepal og Laos, enda mun ró­legra um­hverfi en í stór­borg­un­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by sarah 🌺 (@bys­ara­hnoack)

 

View this post on In­sta­gram

A post shared by sarah 🌺 (@bys­ara­hnoack)

 

View this post on In­sta­gram

A post shared by sarah 🌺 (@bys­ara­hnoack)




mbl.is