Hefur rætt við Hegseth og vill tala við Rubio

Varnarmál Íslands | 6. mars 2025

Hefur rætt við Hegseth og vill tala við Rubio

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur átt samtöl við Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Hefur rætt við Hegseth og vill tala við Rubio

Varnarmál Íslands | 6. mars 2025

Þorgerður Katrín greindi frá samtölum við Pete Hegseth og segist …
Þorgerður Katrín greindi frá samtölum við Pete Hegseth og segist hafa óskað eftir samtali við Marco Rubio. Samsett mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur átt sam­töl við Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur átt sam­töl við Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna.

Frá þessu greindi hún í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag og bætti við að hún hefði óskað eft­ir að fá að ræða við banda­ríska ut­an­rík­is­ráðherr­ann Marco Ru­bio.

„Við þurf­um að varðveita og efla sam­band okk­ar, ekki bara við Evr­ópu­sam­bandið, Bret­land, Nor­eg, held­ur ekki síður við Banda­rík­in,“ sagði Þor­gerður Katrín eft­ir fyr­ir­spurn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar þing­manns Miðflokks­ins.

Býst ekki við breyt­ingu gagn­vart Banda­ríkj­un­um

Sagðist hún hafa átt sam­töl við Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna og minnti á að í fyrri for­setatíð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hefðu sam­skipti Íslands við Banda­rík­in orðið meiri og skiln­ing­ur­inn milli land­anna hafi verið mik­ill.

Kvaðst hún hafa enga trú á að breyt­ing yrði þar á.

Sig­mund­ur hafði spurt hvað Þor­gerður hefði gert til að hafa bein sam­skipti við Banda­ríkja­menn og minna á sér­stöðu Íslands í NATO og tví­hliða varn­ar­samn­ing Íslands við Banda­rík­in.

Hvort hún hefði minnt á það að Ísland væri ekki aðili að Evr­ópu­sam­band­inu og ætti því ekki óvart að lenda í refsitoll­um Banda­ríkj­anna gagn­vart ESB, enda Banda­rík­in í tölu­verðum plús í viðskipta­jöfnuði gagn­vart Íslandi.

Sam­tal „á gangi eða í lyftu“

Sig­mund­ur sagðist ánægður að heyra að Þor­gerður hefði átt „þó ekki væri nema stutt sam­tal, hugs­an­lega ein­hvers staðar á gangi eða í lyftu, við varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna“.

Þá ít­rekaði hann spurn­ing­una um hvaða form­leg sam­skipti hefðu farið fram við banda­rísku rík­is­stjórn­ina, við banda­rísk stjórn­völd, og til stæði að bæta þar í.

„Stend­ur til að eiga sam­tal við ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og eft­ir at­vik­um hvort hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra tali við for­set­ann beint?“ spurði hann.

Sagði hann mik­il­vægt að hafa sem mest og trygg­ust form­leg sam­skipti, „þótt ekki hafi verið annað á hæst­virt­um ráðherra að heyra en að varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna hafi staðfest skiln­ing á sam­bandi Íslands og Banda­ríkj­anna“.

Rætt um að styrkja sendi­ráðið í Washingt­on

Svaraði Þor­gerður ann­arri fyr­ir­surn Sig­munds og sagði sam­skipti við Banda­ríkja­stjórn vera meg­in­verk­efni ís­lenska sendi­ráðsins í Banda­ríkj­un­um, „og við höf­um líka rætt um það að styrkja sendi­ráðið enn frek­ar, færa til með áherslu ná­kvæm­lega á þetta“.

Þá hafi hún þegar kallað eft­ir sam­tali við Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í von um að und­ir­strika mik­il­vægi sam­bands­ins.

„Það er síðan auðvitað margt sem við þurf­um að huga að. Ég man það að nokkr­um dög­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu þá kölluðum við í Viðreisn eft­ir m.a. heild­stæðu mati á því hvernig við get­um látið varn­ar­samn­ing­inn virka, af því að það er mikið í húfi að hann virki í raun í ým­iss kon­ar aðstæðum,“ sagði hún.

Það mat eigi eft­ir að fram­kvæma og því vilji hún m.a. flýta stefn­unni og stefnu­mót­un­inni um ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu Íslands. Auk annarra aðgerða muni hún senda bréf til allra þing­flokka þess efn­is að það verði þver­póli­tískt sam­starf í þessu mik­il­væga máli.

„Ég held að það sé mikið í húfi fyr­ir okk­ur ein­mitt, að við varðveit­um sam­stöðuna og það komi all­ir flokk­ar að þeirri stefnu­mót­un til þess að þetta vari leng­ur en bara líf­tíma einn­ar rík­is­stjórn­ar, og fyrst og síðast und­ir­striki varn­ar- og ör­ygg­is­hags­muni Íslands til skemmri og lengri tíma. Ég kalla eft­ir þeirri sam­stöðu.“

mbl.is