Millie Bobby Brown slær til baka

Poppkúltúr | 6. mars 2025

Millie Bobby Brown slær til baka

Leikkonan Millie Bobby Brown, sem flestir þekkja úr þáttunum Stranger Things, hefur fengið sig fullsadda af athugasemdum um útlit sitt. Í myndbandi sem hún birti á Instagram síðastliðinn mánudag talaði hún um að margir virtust eiga erfitt með að samþykkja að hún væri ekki lengur tíu ára stúlkan sem kom fram í fyrstu þáttaröð Stranger Things.

Millie Bobby Brown slær til baka

Poppkúltúr | 6. mars 2025

Millie Bobby Brown talin næstum óþekkjanleg.
Millie Bobby Brown talin næstum óþekkjanleg. AFP

Leik­kon­an Millie Bobby Brown, sem flest­ir þekkja úr þátt­un­um Stran­ger Things, hef­ur fengið sig fullsadda af at­huga­semd­um um út­lit sitt. Í mynd­bandi sem hún birti á In­sta­gram síðastliðinn mánu­dag talaði hún um að marg­ir virt­ust eiga erfitt með að samþykkja að hún væri ekki leng­ur tíu ára stúlk­an sem kom fram í fyrstu þáttaröð Stran­ger Things.

Leik­kon­an Millie Bobby Brown, sem flest­ir þekkja úr þátt­un­um Stran­ger Things, hef­ur fengið sig fullsadda af at­huga­semd­um um út­lit sitt. Í mynd­bandi sem hún birti á In­sta­gram síðastliðinn mánu­dag talaði hún um að marg­ir virt­ust eiga erfitt með að samþykkja að hún væri ekki leng­ur tíu ára stúlk­an sem kom fram í fyrstu þáttaröð Stran­ger Things.

„Ég byrjaði í þess­um bransa þegar ég var tíu ára og ólst upp fyr­ir allra aug­um. En af ein­hverj­um ástæðum geta sum­ir ekki vaxið með mér, held­ur vilja þeir að ég sé föst í fortíðinni, eins og ég eigi enn að líta út eins og í fyrstu þáttaröð Stran­ger Things. Af því að ég geri það ekki leng­ur, þá er gert grín að mér,“ sagði hún í mynd­band­inu.

„Ég neita að biðjast af­sök­un­ar á því að vaxa og dafna“

Brown, sem er nú 21 árs, gagn­rýndi jafn­framt þá fjöl­miðlaum­fjöll­un sem hún seg­ir ýta und­ir nei­kvæða umræðu um út­lit henn­ar frek­ar en að spyrja hvers vegna full­orðið fólk sé að gagn­rýna unga konu.

Brown lagði áherslu á að hún myndi ekki biðjast af­sök­un­ar á því að eld­ast eða breyta út­liti sínu.

„Ég neita að biðjast af­sök­un­ar á því að vaxa og dafna,“ sagði hún í mynd­band­inu og skoraði á fjöl­miðla og al­menn­ing að gera bet­ur.

„Ekki bara fyr­ir mig, held­ur fyr­ir all­ar ung­ar stelp­ur sem eiga skilið að al­ast upp án þess að vera tætt­ar í sund­ur fyr­ir að vera bara til,“ sagði hún að lok­um.

Matt Lucas biðst af­sök­un­ar

Meðal þeirra sem gagn­rýndu eða bentu á út­lits­breyt­ing­ar leik­kon­unn­ar var breski gam­an­leik­ar­inn Matt Lucas, áður stjórn­andi The Great Brit­ish Bake Off. Hann baðst af­sök­un­ar á In­sta­gram eft­ir að Brown gagn­rýndi um­fjöll­un hans og annarra blaðamanna.

„Ég sá hvað þú skrifaðir og lang­ar að skýra af­stöðu mína,“ skrifaði Lucas. Hann út­skýrði að hann hefði leikið per­són­una Vicky Poll­ard í Little Britain, sem alltaf var í bleik­um fatnaði og hafði sítt ljóst hár. Lucas sagðist ein­fald­lega hafa ætlað að benda á lík­ind­in en hefði ekki grunað að at­huga­semd­in gæti sært Brown.

 

mbl.is