Ofurfyrirsæta kynþokkafull á karnival

Sólarlandaferðir | 6. mars 2025

Ofurfyrirsæta kynþokkafull á karnival

Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjöt­kveðju­hátíðinni í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

Ofurfyrirsæta kynþokkafull á karnival

Sólarlandaferðir | 6. mars 2025

Emily Ratajkowski.
Emily Ratajkowski. Samsett mynd

Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjöt­kveðju­hátíðinni í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjöt­kveðju­hátíðinni í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

Ratajkowski, sem er 33 ára, birti djarfar og kynþokkafullar myndir af sér í hátíðarskrúða og sýndi einnig frá stemningunni á svæðinu.

„Takk fyrir mig, Brasilía. Carnival er ótrúleg upplifun,“ skrifaði hún á portúgölsku við myndaseríuna.

Kjötkveðjuhátíðin er haldin árlega með pompi og prakt í brasilísku borginni Rio de Janeiro. Hátíðin, sem er sú stærsta sinnar tegundar, laðar til sín ferðafólk hvaðanæva að úr heiminum ár hvert, enda mögnuð sýning fyrir augu og eyru.

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

mbl.is