Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.
Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.
Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski skemmti sér drottningarlega á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu nú á dögunum, ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.
Ratajkowski, sem er 33 ára, birti djarfar og kynþokkafullar myndir af sér í hátíðarskrúða og sýndi einnig frá stemningunni á svæðinu.
„Takk fyrir mig, Brasilía. Carnival er ótrúleg upplifun,“ skrifaði hún á portúgölsku við myndaseríuna.
Kjötkveðjuhátíðin er haldin árlega með pompi og prakt í brasilísku borginni Rio de Janeiro. Hátíðin, sem er sú stærsta sinnar tegundar, laðar til sín ferðafólk hvaðanæva að úr heiminum ár hvert, enda mögnuð sýning fyrir augu og eyru.