Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að í aðeins einu tilfelli hafi barn verið vistað í sex sólarhringa í neyðarvistun á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Það hafi verið gert að undangengnu mati lögreglu, barnaverndar og starfsfólks Stuðla.
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að í aðeins einu tilfelli hafi barn verið vistað í sex sólarhringa í neyðarvistun á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Það hafi verið gert að undangengnu mati lögreglu, barnaverndar og starfsfólks Stuðla.
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að í aðeins einu tilfelli hafi barn verið vistað í sex sólarhringa í neyðarvistun á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Það hafi verið gert að undangengnu mati lögreglu, barnaverndar og starfsfólks Stuðla.
Lagt sé upp með að börn séu ekki vistuð lengur en tvo sólarhringa í senn í Flatahrauni , þrátt fyrir að í starfsleyfi komi fram að hámarsvistunartími sé sjö sólarhringar.
Greint var frá því í fyrr í dag að börn hefðu verið vistuð í allt að sex sólarhringa í senn í Flatahrauni, en það kom fram í bréfi umboðsmanns barna til mennta- og barnamálaráðherra. Er það á skjön við upplýsingar sem Ólöf hafði áður gefið í samtali við mbl.is og þær upplýsingar sem umboðsmaður barna hafði fengið bæði frá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðneytinu.
Salvör Nordal, umboðsmanni barna, var verulega brugðið þegar það lá fyrir að gefnar hefðu verið villandi upplýsingar um vistunartíma og í bréfi til ráðherra segir hún það alvarlegt, enda sé mikilvægt að eftirlitsaðilar fái réttar upplýsingar til að geta sinnt lögbundnum hlutverkum sínum.
„Viðmiðið er einn til tveir sólarhringar. Í einstaka tilfelli er það með samþykki barnaverndar að það er gert lengur,“ segir Ólöf. Algengast sé þó að vistun vari skemur en tvo sólarhringa.
Nú hafa allir sem ég hef talað við sagt að úrræðið sé óboðlegt börnum, þú hefur tekið undir það, ráðherra hefur tekið undir, er þá ekki óboðlegt að börn séu vistuð þarna í sex sólarhringa?
„Þetta er bara eitt mál og get ekki tjáð mig um einstakt mál, en það náttúrulega mat á bakvið það, yfirleitt er alltaf barnaverndar um þessa vistun og í samvinnu við foreldra, þannig það er einhver skýring á þessu sem ég veit um en get ekki tjáð mig um.“
Í bréfi umboðsmanns barna til ráðherra kemur einnig fram að í einhverjum tilfellum hafi ástand barnanna sem vistuð hafa verið í Flatahrauni ekki verið með þeim hætti að notkun úrræðisins hafi verið nauðsynleg. Og að dæmi séu um að vistun á Flatahrauni hafi verið börnunum mikið áfall.
Spurð út í þetta segist Ólöf ekki hafa heyrt af þessu.
„Ég þekki það ekki.“
Þannig þú getur ekki brugðist við því?
„Nei ég get ekki brugðist við því. En þetta er náttúrulega lokað úrræði og það er enginn settur þarna nema í neyð. Það er í samvinnu við lögreglu, sem metur, barnavernd og starfsmenn hjá okkur. Og það eru eingöngu reyndir starfsmenn sem hafa verið í Flatahrauni,“ segir Ólöf.
„Ástæðan er sú að uppi á Stuðlum þá heldur húsnæðið ekki þyngsta hópi okkar skjólstæðinga, því miður. Ekki viljum við hafa börnin á götunni. Það er líka ábyrgðarhluti að tryggja öryggi barnanna.“
Þá segir hún mikilvægt að það komi fram að hurðunum á fangaklefunum sé ekki lokað.
„Þegar börn fara inn á Flatahraun þá eru þau í herbergi, það er gangur og það er afþreyingarrými. Þannig rýmið er mjög stórt. Það er enginn settur þarna inn og lokað og læst. Plús það að það eru alltaf tveir starfsmenn með börnunum.“
Þannig fangaklefunum er ekki lokað?
„Nei, það er haldið opnu, nema það sé eitthvað sturlunarástand. Ég hef skoðað það og spurst fyrir um það, en það er opið. Starfsmennirnir mínir sem eru uppi á Stuðlum og fara þangað þeir upplifa öryggi af því rýmið er stórt en samt öruggt.“
Greint var frá því á mbl.is á sunnudag að verið væri að endurbyggja tvö herbergi í neyðarvistun á Stuðlum með hraði svo hægt væri að loka úrræðinu í Flatahrauni. Mennta- og barnamálaráðherra sagði þá að gert væri ráð fyrir því að hægt væri að taka herbergin í notkun eftir fjórar vikur.
Spurð hvort þær áætlanir standist segist Ólöf vera á því að það náist að ljúka framkvæmdum innan þess tímaramma.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að henni og starfsfólki embættisins hafi verið mjög brugðið þegar í ljós kom að sótt hafði verið um það í starfsleyfi að hámarskvistunartími gæti verið sjö sólarhringar, en að alltaf hafi verið talað um einn eða tvo sólarhringa.
„Það er okkar og annarra eftirlitsaðila að fylgjast með og þetta gerir okkar starf erfitt, að fá ekki réttar upplýsingar. Það gerir það að verkum að maður er ekki viss þegar maður er að fá upplýsingar hvort þær eru réttar,“ segir Salvör í samtali við mbl.is.
„Það er auðvitað ekki þannig sem það á að vera. Við eigum að geta treyst því að það sem er sagt opinberlega og sagt við okkur, að það sé rétt. Það er auðvitað mikilvægt fyrir opinbera umræðu að það komi réttar upplýsingar frá stjórnvöldum þegar verið er að spyrja um einhver tiltekin mál,“ segir hún jafnframt.
Salvör vill ekki fullyrða um hvort vísvitandi hafi verið gefnar rangar upplýsingar. „Það verða þessar stofnanir að svara fyrir, hvers vegna þetta er sagt opinberlega, en það er heimild til að vista þau í viku og síðan er það raunverulega gert.“
Þá vill hún ítreka það sem áður hefur komið fram, að úrræðið í Flatahrauni sé óboðlegt börnum og að þar eigi alls ekki að vista börn. Ekki einu sinni í tvo sólarhringa í senn.