Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu

Varnarmál Íslands | 7. mars 2025

Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu

Forseti Bandaríkjanna skoðar nú algjöra stefnubreytingu í varnarsamstarfi við önnur ríki Atlantshafsbandalagsins.

Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu

Varnarmál Íslands | 7. mars 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður íhuga stefnubreytingu sem gæti haft …
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður íhuga stefnubreytingu sem gæti haft áhrif á túlkun Bandaríkjanna á 5. grein varnarsáttmálans. AFP/Jim Watson

For­seti Banda­ríkj­anna skoðar nú al­gjöra stefnu­breyt­ingu í varn­ar­sam­starfi við önn­ur ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins.

For­seti Banda­ríkj­anna skoðar nú al­gjöra stefnu­breyt­ingu í varn­ar­sam­starfi við önn­ur ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Banda­rík­in kæmu þá mögu­lega ekki til varn­ar öðru ríki, verji það ekki þegar 2% af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála. Ísland ver 0,14% til varn­ar­mála.

Ísland er eitt níu ríkja sem náðu ekki þessu marki á síðasta ári, sam­kvæmt út­tekt BBC sem birt var í fe­brú­ar.

Landið ver þó minnst allra banda­lags­ríkja til varn­ar­mála.

Til þessa hef­ur Ísland enda notið und­anþágu frá þessu viðmiði, sem ákveðið var á fundi leiðtoga ríkja banda­lags­ins árið 2014, í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu það ár.

Til marks um þessa und­anþágu er landið það eina sem ekki er getið þegar farið er yfir út­gjöld banda­lags­ríkja til varn­ar­mála í skýrslu Atlants­hafs­banda­lags­ins frá síðasta ári. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu nema út­gjöld Íslands 0,14% af lands­fram­leiðslu, eins og áður sagði.

Fánar ríkja NATO blakta fyrir utan höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel.
Fán­ar ríkja NATO blakta fyr­ir utan höfuðstöðvar banda­lags­ins í Brus­sel. AFP

Aðeins Banda­rík­in hafa virkjað grein­ina

Sú breyt­ing sem er til skoðunar varðar túlk­un á 5. grein Atlants­hafs­sátt­mál­ans sem kveður á um að vopnuð árás á eitt eða fleiri ríki banda­lags­ins jafn­gildi árás á öll rík­in.

Ríki sem verður fyr­ir árás á þá rétt á aðstoð annarra ríkja til þess að koma aft­ur á og varðveita ör­yggi Norður-Atlants­hafs­svæðis­ins.

Aðeins eitt ríki banda­lags­ins hef­ur til þessa virkjað 5. grein sátt­mál­ans. Það voru Banda­rík­in eft­ir hryðju­verk­in 11. sept­em­ber 2001.

Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stof­unn­ar NBC hef­ur for­set­inn rætt við ráðgjafa sína um mögu­leik­ann á því að Banda­rík­in verji ekki þau ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins sem verja minna en 2% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála.

Vill hækka markið

Tvö pró­sentaviðmiðið er ekki gripið úr lausu lofti en NATO-ríki ákváðu 2014 að hafa það að mark­miði að verja minnst 2% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála.

Trump hef­ur ít­rekað gagn­rýnt þau ríki sem upp­fylla ekki það mark­mið. Hann hef­ur sagt það ósann­gjarnt og að þau ríki auki byrðar Banda­ríkj­anna.

Þá hef­ur hann hvatt til þess að markið verði sett enn hærra. Nefndi hann ný­lega að ríki ættu að horfa til þess að verja minnst 5% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála. Þess má geta að Banda­rík­in ná ekki fimm pró­senta mark­inu.

For­set­inn er einnig sagður íhuga stefnu­breyt­ingu sem fæl­ist í því að Banda­rík­in stunduðu frek­ar hernaðaræf­ing­ar með þeim ríkj­um sem upp­fylltu sama mark­mið upp á 2%.

Skuld­bund­inn 5. grein sátt­mál­ans

Rík­is­stjórn Trumps hef­ur þegar gefið það í ljós að Banda­rík­in muni draga veru­lega úr stuðningi við Evr­ópu í varn­ar­mál­um.

Heim­ild­armaður í þjóðarör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna, sem NBC ræddi við, seg­ir Trump þó „skuld­bund­inn Atlants­hafs­banda­lag­inu og 5. grein­inni“.

Þá hef­ur öld­unga­deild­arþingmaður­inn og demó­krat­inn Chris Coons, sem á sæti í ut­an­rík­is­mála­nefnd og nefnd öld­unga­deild­ar­inn­ar um fjár­veit­ing­ar til varn­ar­mála, sagt að Matt­hew Whita­ker, sem Trump til­nefndi sem sendi­full­trúa Banda­ríkj­anna til NATO, hafi gefið „full­viss­andi svör“ um af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart NATO og 5. grein varn­arsátt­mál­ans.

mbl.is