Jörð skelfur á Reykjanesskaga

Jörð skelfur á Reykjanesskaga

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í morgun en margir smáskjálftar hafa mælst á Krýsuvíkursvæðinu og þá hefur skjálftavirkni farið vaxandi við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni.

Jörð skelfur á Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. mars 2025

Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Krýsuvík í morgun.
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Krýsuvík í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í morgun en margir smáskjálftar hafa mælst á Krýsuvíkursvæðinu og þá hefur skjálftavirkni farið vaxandi við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í morgun en margir smáskjálftar hafa mælst á Krýsuvíkursvæðinu og þá hefur skjálftavirkni farið vaxandi við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni.

„Ég myndi nú ekki kalla þetta hrinu en það er algengt að það tikki inn margir jarðskjálftar á þessu svæði,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is en á níunda tímanum í morgun mældust sjö jarðskjálftar norðvestur af Krýsuvík, sá stærsti 0,9 að stærð.

Steinunn segir að skjálftarnir í Krýsuvík tengist ekkert atburðunum á Sundhnúkagígaröðinni. Hún segir að aukin skjálftavirkni hafi verið við kvikuganginn en kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er orðin meiri en var fyrir síðasta eldgos.

mbl.is