Ricci fagnaði með eiginmanni sínum og börnum

Poppkúltúr | 7. mars 2025

Ricci fagnaði með eiginmanni sínum og börnum

Bandaríska leikkonan Christina Ricci fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame í Hollywood í gær, fimmtudag.

Ricci fagnaði með eiginmanni sínum og börnum

Poppkúltúr | 7. mars 2025

Christina Ricci stillti sér upp fyrir aftan stjörnuna.
Christina Ricci stillti sér upp fyrir aftan stjörnuna. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Christina Ricci fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame í Hollywood í gær, fimmtudag.

Bandaríska leikkonan Christina Ricci fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame í Hollywood í gær, fimmtudag.

Ricci, sem er 45 ára, mætti ásamt eiginmanni sínum til fjögurra ára, hárgreiðslumanninum Mark Hampton, og tveimur börnum, hinum tíu ára gamla Freddie, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, og hinni þriggja ára gömlu Cleopötru, sem hún á með Hampton.

Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wednesday Addams í kvikmyndunum um Addams-fjölskylduna, kýs að halda fjölskyldulífi sínu utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart að sjá hana stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt eiginmanni sínum og börnum. 

Ricci var einkar glæsileg í svartri dragt, pinnahælum og með slegið hárið.

Meðal þeirra sem heiðruðu leikkonuna voru meðleikkonur hennar úr þáttunum Yellowjackets, Melanie Lynskey, Liv Hewson og Tawny Cypress.

Hin þriggja ára gamla Cleopatra var í miklu stuði.
Hin þriggja ára gamla Cleopatra var í miklu stuði. Ljósmynd/AFP
Christina Ricci hélt fallega þakkarræðu.
Christina Ricci hélt fallega þakkarræðu. AFP/Emma McIntyre
Móðir leikkonunnar lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Móðir leikkonunnar lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. AFP/Emma McIntyre
Christina Ricci ásamt leikaraliði Yellowjackets.
Christina Ricci ásamt leikaraliði Yellowjackets. Ljósmynd/AFP
mbl.is