Skiptar skoðanir innan meirihlutans

Leikskólamál | 7. mars 2025

Skiptar skoðanir innan meirihlutans felldu tillöguna

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir skiptar skoðanir innan meirihlutans í borginni vera ástæðu þess að tillaga Sjálfstæðisflokksins um að borgin styðji enn frekar við stofnun leikskóla eða daggæslu á vinnustöðum foreldra hafi verið felld. 

Skiptar skoðanir innan meirihlutans felldu tillöguna

Leikskólamál | 7. mars 2025

Meirihlutinn í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og …
Meirihlutinn í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir skiptar skoðanir innan meirihlutans í borginni vera ástæðu þess að tillaga Sjálfstæðisflokksins um að borgin styðji enn frekar við stofnun leikskóla eða daggæslu á vinnustöðum foreldra hafi verið felld. 

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir skiptar skoðanir innan meirihlutans í borginni vera ástæðu þess að tillaga Sjálfstæðisflokksins um að borgin styðji enn frekar við stofnun leikskóla eða daggæslu á vinnustöðum foreldra hafi verið felld. 

Greint var frá því á þriðjudag að meirihlutinn hygðist ekki veita Alvotech leyfi til þess að byggja leikskóla sem myndi þjóna starfsfólki fyrirtækisins.

Skiptar skoðanir innan meirihlutans

Í samtali við mbl.is segir Líf þó nítján sjálfstætt starfandi leikskóla vera í Reykjavík. Strangt til tekið gæti Alvotech sett sig í samband við menntastofnun eða einhvern sem hefur fagþekkingu, sótt um og opnað leikskóla, uppfylli fyrirtækið öll skilyrði.

„Það er ekkert tekið fyrir það. Það getur hver sem er leitað til Reykjavíkurborgar með hugmyndir um að stofna leikskóla, og það er bara skoðað í hverju máli fyrir sig.“

Það sé hins vegar annað mál ef að því fylgja ákveðnar sérþarfir, líkt og að börn starfsmanna Alvotech fái forgang á þann leikskóla.

„Það eru skiptar skoðanir á þessum hugmyndum innan þessa nýja samstarfs þannig við ákváðum bara að láta þetta liggja á milli hluta.“

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Ljósmynd/Dagmál

Stefnubreyting sem krefst pólitískrar umræðu

Þá segir Líf að hugmyndafræðilega séð sé um að ræða ákveðnar stefnubreytingar í leikskólamálum sem krefst pólitískrar umræðu.

Segir hún samtöl Einars Þorsteinssonar, fyrrum borgarstjóra, við Alvotech hafa verið „í skugganum“ og finnst henni einkennilegt að þær nýju hugmyndir um fyrirtækjaleikskóla hafi ekki verið bornar á borð með formlegri hætti innan borgarstjórnar og ræddar pólitískt.

„Kannski hefði hann mátt standa betur að þessu, að því að formgera þetta einhvern veginn gagnvart okkur. Nú er mjög stutt síðan ég var í minnihluta.“

Tilbúin til að funda með hverjum sem er

Ert þú opin fyrir því að funda með Alvotech um einhvers konar framhald?

„Ég er tilbúin til þess að funda með hverjum sem er og heyra þeirra sjónarmið,“ segir Líf og tekur jafnframt fram að hún fagni umræðunni um leikskólamál sem sé þörf.

mbl.is