Að minnsta kosti 532 óbreyttir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið drepnir í Sýrlandi síðan á fimmtudag. Sýrlenska mannréttindavaktin greinir frá þessu.
Að minnsta kosti 532 óbreyttir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið drepnir í Sýrlandi síðan á fimmtudag. Sýrlenska mannréttindavaktin greinir frá þessu.
Að minnsta kosti 532 óbreyttir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið drepnir í Sýrlandi síðan á fimmtudag. Sýrlenska mannréttindavaktin greinir frá þessu.
Átök brutust út á fimmtudaginn á milli hersveita nýrrar ríkisstjórnar í Sýrlandi og byssumanna sem halda trú við Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta, sem sjálfur er alavíti.
Sýrlenska mannréttindavaktin segir að saklausir borgarar hafi verið teknir af lífi við heimili sín. Í kjölfarið hafi sýrlenskir hermenn og stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar rænt heimili þeirra látnu.
Í heildina hafa 745 látist frá því á fimmtudag. Til viðbótar við saklausu borgarana hafa 93 stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar fallið og 120 stuðningsmenn Assads.