Fjöldi látinna fer hækkandi í átökum sem hafa geisað í Sýrlandi frá því á fimmtudag. Að minnsta kosti 745 almennir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið teknir af lífi að sögn mannréttindasamtaka.
Fjöldi látinna fer hækkandi í átökum sem hafa geisað í Sýrlandi frá því á fimmtudag. Að minnsta kosti 745 almennir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið teknir af lífi að sögn mannréttindasamtaka.
Fjöldi látinna fer hækkandi í átökum sem hafa geisað í Sýrlandi frá því á fimmtudag. Að minnsta kosti 745 almennir borgarar af trúarminnihlutahópi alavíta hafa verið teknir af lífi að sögn mannréttindasamtaka.
Átök brutust út á fimmtudaginn á milli hersveita nýrrar ríkisstjórnar í Sýrlandi og byssumanna sem halda trú við Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta, sem sjálfur er alavíti.
Assad-stjórnin féll í desember þegar hópar með tengsl við íslamista gerðu uppreisn þar í landi. Einræðisherrann flúði land fyrir vikið.
Sýrlenska mannréttindavaktin hefur nú sagt að saklausir borgarar hafi verið teknir af lífi við heimili sín í átökum sem brutust út á fimmtudag. Í kjölfarið hafi sýrlenskir hermenn og stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar rænt heimili þeirra látnu.
Mannréttindavaktin greinir nú frá því að heildarfjöldi látinna sé 1.018, þar með talið eru 125 stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar og 148 stuðningsmenn Assads.
Auk þess segir stofnunin að þrír starfsmenn varnarmálaráðuneytis Sýrlands hafi verið drepnir.