Fullur skilningur á stöðu Íslands

Varnarmál Íslands | 8. mars 2025

Fullur skilningur á stöðu Íslands

„Það hefur auðvitað gríðarleg áhrif á okkar upphæðir og okkar prósentur að við erum ekki með her,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.

Fullur skilningur á stöðu Íslands

Varnarmál Íslands | 8. mars 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

„Það hef­ur auðvitað gríðarleg áhrif á okk­ar upp­hæðir og okk­ar pró­sent­ur að við erum ekki með her,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

„Það hef­ur auðvitað gríðarleg áhrif á okk­ar upp­hæðir og okk­ar pró­sent­ur að við erum ekki með her,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sagður íhuga stefnu­breyt­ingu í varn­ar­sam­starfi við önn­ur ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins sem fel­ur í sér að Banda­rík­in kæmu mögu­lega ekki til varn­ar öðru ríki, verji það ekki þegar 2% af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála. Ísland ver 0,14% til varn­ar­mála.

„Mjög stór hluti af þess­um upp­hæðum er­lend­is fer í gegn­um her­inn hjá þeim lönd­um og það er full­ur skiln­ing­ur á því hjá öðrum ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins að Ísland er í sér­stakri stöðu hvað þetta varðar,“ seg­ir Kristrún.

Þá tek­ur hún fram að Íslend­ing­ar veiti alls kon­ar þjón­ustu og aðstöðu sem erfitt sé að meta til fjár.

„Með því að bjóða upp á ör­ygg­is­svæði í Kefla­vík. Með því að bjóða upp á aðstöðu til að vera í loft­rým­is­gæslu. Aðstöðu fyr­ir kaf­bát­ana svo þeir geti farið hérna í eft­ir­liti og svo fram­veg­is. Við höf­um frá upp­hafi, frá því að við gerðumst stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu, átt ann­ars kon­ar samn­ing við sam­bandið og það er meðvit­und um það.“ 

Höf­um stigið sterk­ar inn

Kristrún seg­ir þó að það breyti því ekki að Íslend­ing­ar hafi hlut­verki að gegna þegar kem­ur að ákveðnum þátt­um.

„Þess vegna höf­um við verið að stíga sterk­ar inn þegar kem­ur að fram­lög­um til Úkraínu, til að styðja til dæm­is við Norður­landaþjóðirn­ar og þeirra verk­efni og líka Eystr­ar­saltslönd­in. Og síðan þurf­um við að hugsa núna al­var­lega um, og það er rík­is­stjórn­in að gera, hvernig við get­um styrkt þá þá þætti sem skipta mestu máli fyr­ir varn­ar­getu Íslands.“

Hvernig breyt­ing­in hafi áhrif á Ísland og aðra

Kristrún átti í gær fjar­fund með Ant­onío Costa, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og Kaju Kallas, ut­an­rík­is­mála­stjóra ESB, ásamt for­sæt­is­ráðherr­um Nor­egs, Bret­lands, Kan­ada og for­seta Tyrk­lands.

„Þessi fund­ur var fyrst og fremst upp­lýs­inga­fund­ur til að fara yfir það sem rætt var í gær á fundi Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna um þessa aukn­ingu í varn­ar­getu Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Ursula von der Leyen greindi í vik­unni frá því að ESB ætlaði að auka fram­lög til varn­ar­mála um 800 millj­arð evra á næstu fjór­um árum svo aðild­ar­rík­in geti víg­væðst á nýj­an leik. 

Kristrún seg­ir ákvörðun­ina vera sögu­lega. Hún seg­ir umræður á fund­in­um í dag m.a. hafa snú­ist um hvernig þessi stefnu­breyt­ing hafi áhrif á Ísland og þau ríki sem áttu full­trúa á fund­in­um.

„Öll þau viðbót­ar­lönd sem voru á fund­in­um í dag eru NATO-þjóðir. Það kom skýrt fram í mál­flutn­ingi for­svars­manna Evr­ópu­sam­bands­ins að það er verið að horfa á þessa auknu varn­ar­getu sem getu sem nýt­ist inn í Evr­ópu.“

Ekki hluti af þess­ari „varn­ar­mála­aukn­ingu“

Kristrún seg­ir það hafa komið skýrt fram í mál­flutn­ingi for­svars­manna Evr­ópu­sam­bands­ins að þessi aukna­varn­ar­geta eigi að styrkja sam­hæf­ingu Evr­ópu­ríkja inn­an NATO.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að heyra það vegna þess að við auðvitað byggj­um okk­ar varn­ir og ör­ygg­is­mál að miklu leyti á þátt­töku okk­ar inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins. Þrátt fyr­ir að víð séum að sjá Evr­ópu stíga upp og þétta raðirn­ar, hvað varðar sitt eigið ör­ygg­is­sam­starf, að þá er það ekki gert án NATO eða án Banda­ríkj­anna, held­ur til þess að styrkja það sam­starf og það skipt­ir máli.“

Hvert er hlut­verk í Íslands í þessu öllu sam­an? Erum við að fara að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar hjá okk­ur? Erum við að fara að verja frek­ari fjár­mun­um í varn­ar­mál?

„Ísland mun ekki hafa beina þátt­töku í þess­ari sér­tæku varn­ar­mála­aukn­ingu. Ísland er hins veg­ar virk­ur aðili að NATO og við höf­um ákveðnum skyld­um að gegna þar. Það skipt­ir máli fyr­ir okk­ur að heyra að NATO verði áfram meg­in­vett­vang­ur varna á svæðinu. Þetta auðvitað ýtir líka við okk­ur að tryggja það að styrkja okk­ar getu hérna. Ég hef talað fyr­ir því og líka ut­an­rík­is­ráðherra að við þurf­um að sjá bet­ur um upp­bygg­ingu á ör­ygg­is­svæðinu Kefla­vík og stöðina þar, við þurf­um að styrkja land­helg­is­gæsl­una og borg­ara­legaþætti eins og lög­regl­una.“

Hún seg­ir einnig þörf á að ræða al­mennt um nýt­ingu fjár­magns í varn­ar­mál.

„Og að sú nýt­ing, þvert á Evr­ópu, yfir til Íslands og Banda­ríkj­anna, sé sam­hæfð. Þess vegna skipta svona fund­ir máli.“

mbl.is