„Góð taska er svo alltaf punkturinn yfir i-ið“

Framakonur | 8. mars 2025

„Góð taska er svo alltaf punkturinn yfir i-ið“

Þórhildur Þorkelsdóttir hefur í nægu að snúast þessa daganna. Hún er framkvæmdastjóri hjá Brú Strategy ásamt því að vera dagskrárgerðarkona og hlaðvarpsstjórnandi. Hún er alltaf hrikalega flott til fara, en hún segist hafa haft áhuga á tísku lengi.

„Góð taska er svo alltaf punkturinn yfir i-ið“

Framakonur | 8. mars 2025

Samsett mynd

Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir hef­ur í nægu að snú­ast þessa dag­anna. Hún er fram­kvæmda­stjóri hjá Brú Stra­tegy ásamt því að vera dag­skrár­gerðar­kona og hlaðvarps­stjórn­andi. Hún er alltaf hrika­lega flott til fara, en hún seg­ist hafa haft áhuga á tísku lengi.

Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir hef­ur í nægu að snú­ast þessa dag­anna. Hún er fram­kvæmda­stjóri hjá Brú Stra­tegy ásamt því að vera dag­skrár­gerðar­kona og hlaðvarps­stjórn­andi. Hún er alltaf hrika­lega flott til fara, en hún seg­ist hafa haft áhuga á tísku lengi.

„Ég hef pælt í tísku og klæðaburði fólks frá því að ég man eft­ir mér. Ég er alin upp í sveit þar sem ég dundaði mér oft tím­un­um sam­an við að púsla sam­an dress­um úr skápn­um hjá mömmu og setja upp tísku­sýn­ing­ar. Þessi áhugi hef­ur alltaf fylgt mér en sér­stak­lega elska ég að fylgj­ast með götu­tísku og hvernig ólíkt fólk klæðir sig. Tísk­an er skemmti­leg­asta tján­ing­ar­formið.“

Hvernig mynd­irðu lýsa fata­stíln­um þínum?

„Í dag myndi ég lýsa hon­um sem frek­ar kven­leg­um og klass­ísk­um en með góðu vinta­ge - twisti. Þegar ég var yngri átti ég það tals­vert til að hoppa á hin og þessi trend og pæla kannski ekki mikið í nota­gild­inu en í seinni tíð reyni ég að taka gæði fram yfir magn og pæli frek­ar mikið í góðum efn­um og sniðum. Ég er með reglu um að reyna að eiga alls ekki of mikið í fata­skápn­um mín­um og spara frek­ar og velja mér svo færri og vandaðri hluti.“

Þórhildur hefur haft áhuga á tísku síðan að hún man …
Þór­hild­ur hef­ur haft áhuga á tísku síðan að hún man eft­ir sér. Hér er hún glæsi­leg í miðbæ Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­halds­búðir eða merki?

„Hér heima er upp­á­halds­fata­búðin mín klár­lega Andrá Reykja­vík og þar eru mín upp­á­halds­merki, The Garment, Stine Goya, Gest­uz, Agolde og fleiri. Ég vann sjálf í vinta­ge versl­un í mörg ár og vin­kon­ur mín­ar segja að ég sé með svarta beltið í að „thrifta“ enda hef ég gert mjög mikið af því í gegn­um tíðina. Mér finnst það vera ákveðin hug­leiðsla að fá mér góðan kaffi­bolla og rölta í vinta­ge eða resell versl­an­ir og gramsa, en þessa dag­ana úr­valið af þeim mjög gott á Íslandi. Hring­ekj­an er í miklu upp­á­haldi hjá mér og þar finn ég alltaf eitt­hvað. Ég elska líka að thrifta á net­inu og ég elt­ist við vinta­ge hönn­un­ar­ger­sem­ar á hinum og þess­um síðum eins og The Real Real, Depop, Ebay og jafn­vel Face­book Mar­ket­place. Ég hef ná að gera al­veg fár­an­lega góð kaup með þess­um hætti.“

Hún lýsir stílnum sínum sem kvenlegum og klassískum.
Hún lýs­ir stíln­um sín­um sem kven­leg­um og klass­ísk­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvar verslaðu mest?

„Ég versla orðið mjög mikið á net­inu. Það er þægi­legt að skrolla og fá yf­ir­sýn yfir úr­valið áður en maður kaup­ir eitt­hvað og svo er þjón­ust­an víða orðin það góð að var­an er kom­in inn um lúg­una næsta dag, og oft­ast er auðvelt að skila. Ég fagna mjög þess­um tíma­bæru fram­förum í póstþjón­ustu! Ann­ars finnst mér líka mjög gam­an að kíkja í búðir í út­lönd­um í góðu tómi, en það er líka sér­stakt áhuga­mál hjá mér að elta uppi góða flóa­markaði í þeim lönd­um sem ég ferðast til. Þar ger­ast lang skemmti­leg­ustu kaup­in.“

Þórhildur er mikið fyrir náttúrúlega förðun og leyfir húðinni að …
Þór­hild­ur er mikið fyr­ir nátt­úrú­lega förðun og leyf­ir húðinni að njóta sín. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert sæk­irðu tísku­inn­blást­ur?

„Fæ mik­inn inn­blást­ur frá vin­kon­um mín­um en ég skoða líka mikið tísku­tengt efni á In­sta­gram og TikT­ok. Al­g­or­ythm­inn þar veit hvað ég vil sjá.“

Mál­arðu þig mikið dags dag­lega eða þegar þú ferð fínt út?

„Ég mála mig oft­ast létt áður en ég fer út í dag­inn og er lang­mest fyr­ir nátt­úru­lega förðun. Ég hef líka áhuga á góðum húðvör­um og hef komið mér upp ansi góðri rútínu í þeim mál­um. Ég er með nokk­ur góð og fljót­leg förðun­ar­trix sem ég lærði af smink­un­um í sjón­varp­inu þegar ég vann þar sem koma sér mjög vel þegar ég fer eitt­hvað fínna, t.d. að nota sólar­púður sem augnskugga og að setja á mig augn­blý­ant með væng á núll einni. Svo er gott vara­kom­bó lyk­il­atriði.“

Hvaða fylgi­hluti not­ar þú mest?

„Ég er mikið fyr­ir belti og á orðið gott safn af þeim til að brjóta upp ein­falt dress og nota t.d. yfir jakka. Ég elska líka sólgler­augu hvernig sem viðrar. Góð taska er svo alltaf punkt­ur­inn yfir i-ið.“

Áttu þér upp­á­halds­flík?

„Það er lík­lega Aft­ur ull­ar­kápa sem ég hafði haft augastað á mjög lengi en hún kom í tak­mörkuðu upp­lagi og var ófá­an­leg. Þegar ég hafði gefið upp alla von um að eign­ast káp­una, sá ég hana fyr­ir til­vilj­un til sölu á Vist­eyri í full­komnu ástandi. Ég hef aldrei verið jafn fljót að kaupa mér neina flík.“

Plan­arðu fram í tím­ann í hverju þú ætl­ar að klæðast eða fer fata­valið eft­ir skapi?

„Dags­dag­lega fer það bara eft­ir skapi, eða veðri þann dag­inn. Ef ég er að fara eitt­hvað fínna er ég oft­ast búin að setja eitt­hvað sam­an í hug­an­um fyr­ir­fram.“

Þórhildur gerir mikið af því að kaupa notaðar flíkur, og …
Þór­hild­ur ger­ir mikið af því að kaupa notaðar flík­ur, og vel­ur gæði fram yfir magn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur stíll­inn þinn breyst mikið í gegn­um tíðina?

„Já hann hef­ur gert það eins og hjá flest­um og ég hef farið í gegn­um ýmis tíma­bil. Einu sinni gekk ég ekki í öðru en blóma­kjól­um og pels­um og ég tók líka ágæt­is skinku­tíma­bil í denn. Með ár­un­um hef­ur kom­ist ágæt­is jafn­vægi á þetta og ég er frek­ar meðvituð um hvað klæðir mig vel og pass­ar við minn stíl.“

Á óskalista Þórhildar á nýju ári eru Karla leðurtaska frá …
Á óskalista Þór­hild­ar á nýju ári eru Karla leðurtaska frá Kalda og Salomon striga­skór fyr­ir vorið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er á döf­inni hjá þér?

„Það er alltaf nóg um að vera í vinn­unni hjá Brú Stra­tegy þar sem við aðstoðum hin ýmsu fyr­ir­tæki við stefnu­mót­un, markaðsmál, hönn­un og al­manna­tengsl. Eins er ým­is­legt skemmti­legtí píp­un­um varðandi Eft­ir­mál, hlaðvarpið sem við Nadine Guðrún Yag­hi höld­um úti. Svo er ég far­in aðtelja niður í sum­arið, en ég hef fulla trú á því að veðrið verði með okk­ur í liði í ár.“

mbl.is