Máttu eiginlega ekki við aukinni fegurð

Snyrtivörur | 8. mars 2025

Máttu eiginlega ekki við aukinni fegurð

Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Söru Reginsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair og jógakennara, með splunkunýjum farða frá Guerlain. Sara mátti eiginlega ekki við því að verða sætari en það er nú bara eins og það er. Sara var þó ekki sú eina sem iðaði af þokka því dísirnar í boðinu voru þónokkrar.

Máttu eiginlega ekki við aukinni fegurð

Snyrtivörur | 8. mars 2025

Sara Reginsdóttir geislaði af fegurð en hér er búið að …
Sara Reginsdóttir geislaði af fegurð en hér er búið að farða hana með nýja farðanum frá Guerlain og setja á hana augnskugga og kinnalit. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Söru Reginsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair og jógakennara, með splunkunýjum farða frá Guerlain. Sara mátti eiginlega ekki við því að verða sætari en það er nú bara eins og það er. Sara var þó ekki sú eina sem iðaði af þokka því dísirnar í boðinu voru þónokkrar.

Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Söru Reginsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair og jógakennara, með splunkunýjum farða frá Guerlain. Sara mátti eiginlega ekki við því að verða sætari en það er nú bara eins og það er. Sara var þó ekki sú eina sem iðaði af þokka því dísirnar í boðinu voru þónokkrar.

Farðinn sem Sara prófaði heitir Terracotta Le Teint og gerir yfirbragð húðarinnar náttúrulegt en líka ljómandi. Í leiðinni setti Dýrleif augnskugga, skyggði andlitið og gerði allt þetta sem við hinar viljum kunna svo við getum reynt að vera eins og Sara. Dýrleif byrjaði á að næra húðina vel áður en farðinn var settur á. Hún notaði bæði serum og dagkrem úr Abeille Royal-línunni frá Guerlain en þessi tvenna styrkir ysta lag húðarinnar og veitir raka og fyllingu.

„Þegar ég ber farðann á finnst mér best að byrja á miðju andlitinu en það er svæðið sem við þurfum oftast mestu þekjuna. Ég set farðann á allt andlitið en ekki undir augun. Undir augun set ég hyljarann. Ef ég myndi setja farðann líka undir augun þá væri of mikil þekja að mínu mati. Hyljarinn gefur léttari og bjartari þekju,“ segir Dýrleif.

Hún setti Terracotta light 03-bronzerinn á kinnbeinin, á kinnar og upp að gagnauga. En líka efst á ennið, á kjálkalínu og örlítið á nefið.

„Kinnalitinn set ég svo á kinnbeinið og í átt að kinnum, en ég hef hann frekar ofar á kinnum en neðar til að fá „lyftingu“. Þegar við setjum á okkur bronzer eða kinnalit í kinnar viljum við passa að fara ekki of nálægt nefinu. Mér finnst gott að miða við augun, en ef við horfum beint í spegil ætti bronzerinn að mildast í línu við augasteininn en kinnaliturinn við augað en ekki augnumgjörðina,“ segir Dýrleif.

Hvað um augun?

„Ég byrja á að skyggja létt augnbeinið með Terracotta-sólarpúðrinu en mér finnst best að nota blöndunarbursta til að fá náttúrulega áferð. Þar næst setti ég lit nr. 03 í Ombre G 129 Honey Amber-litapallettunni undir augnbeinið til að ljá augunum meiri dýpt. Í lokin setti ég lit nr. 02 á ytra augnlokið við augnhárin og blandaði upp á mitt augnlokið og inn að miðju,“ segir hún.

Augabrúnirnar eru sérlega fallega mótaðar. Hvað settir þú í þær?

„Þegar ég fylli í brúnirnar þá byrja ég á því að nota greiðuna og greiði hárin upp. Þá sé ég hvernig þau liggja og hvar ég þarf mestu fyllinguna. Ég nota síðan léttar stuttar strokur þegar ég fylli inn í þær,“ segir Dýrleif sem notaði Brow G Medium Brown-blýantinn.

Hvað um varirnar?

„Þegar kemur að varalit skiptir öllu máli að nota varalitagrunn en þá helst varaliturinn betur á og fer síður að renna í línurnar í kringum munninn. Ég nota síðan varblýant til að teikna útlínur en nota stuttar strokur til að ná beinni línu. Síðan set ég varalitinn á.“

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og eigandi Andreu í Hafnarfirði, kynnti sér …
Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og eigandi Andreu í Hafnarfirði, kynnti sér helstu töfra nýs farða. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Pattra Sriyanonge og Anna Kristín Óskarsdóttir spáðu í spilin.
Pattra Sriyanonge og Anna Kristín Óskarsdóttir spáðu í spilin. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Helga Kristjánsdóttir ritstjóri Hér fann hún rétta litinn með því …
Helga Kristjánsdóttir ritstjóri Hér fann hún rétta litinn með því að prófa sig áfram. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Mæðgurnar Birgitta Líf Brandsdóttir og Þórunn Högnadóttir.
Mæðgurnar Birgitta Líf Brandsdóttir og Þórunn Högnadóttir.
Aqua Allegoria Rosa Verde-ilmurinn frá Guerlain fékk að vera með …
Aqua Allegoria Rosa Verde-ilmurinn frá Guerlain fékk að vera með í teitinu. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Terracotta-sólarpúðrið er sérlega vinsælt en það er hægt að nota …
Terracotta-sólarpúðrið er sérlega vinsælt en það er hægt að nota það til að skyggja andlitið og líka sem augnskugga. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Það var vinsælt að úða á sig örlitu magni af …
Það var vinsælt að úða á sig örlitu magni af Santal Royal sem ilmar vel. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Dýrleif settti Abeille Royale-serumið á andlitið á Söru Regins áður …
Dýrleif settti Abeille Royale-serumið á andlitið á Söru Regins áður en hún setti dagkrem á húðina og svo farðann. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
mbl.is