Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hefur greint frá því að ríkisstjórn landsins vinni nú að áætlun um herþjálfun allra fullorðinna karlmanna til þess að bregðast við breyttum varnar- og öryggismálum Evrópu.
Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hefur greint frá því að ríkisstjórn landsins vinni nú að áætlun um herþjálfun allra fullorðinna karlmanna til þess að bregðast við breyttum varnar- og öryggismálum Evrópu.
Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hefur greint frá því að ríkisstjórn landsins vinni nú að áætlun um herþjálfun allra fullorðinna karlmanna til þess að bregðast við breyttum varnar- og öryggismálum Evrópu.
Tusk sagði þörf á 500 þúsund manna her, þar á meðal varaliði.
„Við munum reyna að hafa áætlunina tilbúna fyrir lok árs til þess að allir fullorðnir karlkyns Pólverjar séu undirbúnir ef til stríðs kemur, sagði Tusk í ræðu í neðri deild pólska þingsins í gær.
The Guardian greinir frá því að á síðasta ári hafi pólski herinn samanstaðið af 200 þúsund hermönnum.
Eftir ræðu sína tjáði Tusk blaðamönnum að hugmyndin væri ekki að koma á alhliða herskyldu, heldur frekar kerfi álíka og þrífst í Sviss. Þar er öllum karlmönnum skylt að annaðhvort gegna herþjónustu eða annars konar borgaraþjónustu. Konur hafa val.