„Eins og að vakna upp í allt öðru lífi“

Kórónuveiran Covid-19 | 9. mars 2025

„Eins og að vakna upp í allt öðru lífi“

„Ég fékk covid í febrúar 2022 og varð ekkert rosalega veikur, en var lengi veikur,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson, sem hefur glímt við langvarandi covid í þrjú ár. „Svo hélt ég bara áfram að vera með hita, en píndi mig áfram, mætti í vinnuna, en var svo slæmur að ég gat varla haldið haus og sofnaði eiginlega í stólnum.“ Í maí sama ár fór hann í veikindaleyfi og þá hafi þrautaganga hans milli lækna hafist, lýsandi sjúkdómi sem enginn vissi þá að væri til.

„Eins og að vakna upp í allt öðru lífi“

Kórónuveiran Covid-19 | 9. mars 2025

Helstu einkenni langvarandi covid eru örmögnun, heilaþoka og verkir. Það …
Helstu einkenni langvarandi covid eru örmögnun, heilaþoka og verkir. Það getur aukið á vandann að fara á hnefanum í líkamsþjálfun. Ljósmynd/Colourbox

„Ég fékk covid í febrúar 2022 og varð ekkert rosalega veikur, en var lengi veikur,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson, sem hefur glímt við langvarandi covid í þrjú ár. „Svo hélt ég bara áfram að vera með hita, en píndi mig áfram, mætti í vinnuna, en var svo slæmur að ég gat varla haldið haus og sofnaði eiginlega í stólnum.“ Í maí sama ár fór hann í veikindaleyfi og þá hafi þrautaganga hans milli lækna hafist, lýsandi sjúkdómi sem enginn vissi þá að væri til.

„Ég fékk covid í febrúar 2022 og varð ekkert rosalega veikur, en var lengi veikur,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson, sem hefur glímt við langvarandi covid í þrjú ár. „Svo hélt ég bara áfram að vera með hita, en píndi mig áfram, mætti í vinnuna, en var svo slæmur að ég gat varla haldið haus og sofnaði eiginlega í stólnum.“ Í maí sama ár fór hann í veikindaleyfi og þá hafi þrautaganga hans milli lækna hafist, lýsandi sjúkdómi sem enginn vissi þá að væri til.

„Það gerðist ekkert fyrr en um haustið að læknirinn minn ákvað að skoða þetta betur og þá fór ég á Reykjalund í endurhæfingu. Það var að mörgu leyti gott, en prógrammið var meira almennt úrræði heldur en sérstaklega fyrir langvarandi covid.“

Gunnar Helgi Guðjónsson
Gunnar Helgi Guðjónsson Ljósmynd/Aðsend

Allt breyttist

Gunnar segir að hann hafi alltaf verið mjög virkur, var bæði kokkur og grafískur hönnuður. „Þegar ég veiktist var það eins og að vakna upp í allt öðru lífi, þar sem ég gat allt í einu ekki gert neitt af því sem ég var vanur að gera,“ segir hann og bætir við að það sé mikið áfall að þurfa að hugsa allt sitt líf upp á nýtt með tilliti til örmögnunar og endalausra verkja.

„Svo ákveður maður að reyna að rífa sig upp og gera eitthvað af hefðbundnum hlutum eins og að taka til eða fara í göngutúr til að reyna að hressa sig við. Það þýðir að næsta eða þarnæsta dag liggur maður alveg bakk eftir áreynsluna. Það er eiginlega ekki hægt að skilja þetta nema að reyna það á eigin skinni.“

Tveggja barna faðir

Lífið heldur áfram þótt erfiður sjúkdómur hafi tekið yfir tilveruna og Gunnar á tvær dætur sem hann heldur heimili fyrir milli þess sem þær eru hjá móður sinni. „Þegar ég var sem verstur voru þær minna hjá mér, en eru núna lengur, og ég ákvað strax að ég vildi nota alla mína orku í samveru með dætrum mínum.“

Það getur þó orðið erfitt, því einfaldir hlutir eins og að koma matvöru úr verslun upp í íbúð geta orðið snúnir. „Stundum neyðist ég til að skilja eftir poka neðst í stiganum, því ég ræð ekki við að halda á þeim upp í íbúð.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

mbl.is