Fékk innblástur fyrir fermingarveisluna úr glanstímaritum

Ferming | 9. mars 2025

Fékk innblástur fyrir fermingarveisluna úr glanstímaritum

Áhrifavaldurinn Guðrún Helga Sørtveit fermdist árið 2007 og minnist þess að fermingarveislan hafi verið stór og flott. Guðrún, sem er lærður förðunarfræðingur, segir að förðun sín á fermingardaginn hafi verið náttúruleg og látlaus, og sé það í samræmi við skoðanir hennar í dag.

Fékk innblástur fyrir fermingarveisluna úr glanstímaritum

Ferming | 9. mars 2025

Guðrún fór í Garðheima með móður sinni þar sem þær …
Guðrún fór í Garðheima með móður sinni þar sem þær völdu skraut til að nota í fermingarveislunni. Skrautið átti eftir að nýtast í fleiri veislum. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifa­vald­ur­inn Guðrún Helga Sørtveit fermd­ist árið 2007 og minn­ist þess að ferm­ing­ar­veisl­an hafi verið stór og flott. Guðrún, sem er lærður förðun­ar­fræðing­ur, seg­ir að förðun sín á ferm­ing­ar­dag­inn hafi verið nátt­úru­leg og lát­laus, og sé það í sam­ræmi við skoðanir henn­ar í dag.

Áhrifa­vald­ur­inn Guðrún Helga Sørtveit fermd­ist árið 2007 og minn­ist þess að ferm­ing­ar­veisl­an hafi verið stór og flott. Guðrún, sem er lærður förðun­ar­fræðing­ur, seg­ir að förðun sín á ferm­ing­ar­dag­inn hafi verið nátt­úru­leg og lát­laus, og sé það í sam­ræmi við skoðanir henn­ar í dag.

„Þetta var stór dag­ur, það var mik­ill und­ir­bún­ing­ur og mik­il spenna. Ég fermd­ist 1. apríl árið 2007 í Hafn­ar­fjarðar­kirkju. Það var fyndið á þess­um aldri að horfa á dag­setn­ing­una, en prest­ur­inn hafði sagt við okk­ur ferm­ing­ar­börn­in að ef ein­hver myndi segja fyrsti apríl í at­höfn­inni þá fengi sá hinn sami ekki að ferm­ast. Ég held að það hafi eng­inn lagt í að gera það. Veisl­an mín var svo hald­in í sal sem var í vinn­unni hjá pabba mín­um. Amma mín og afi úr föðurætt búa í Nor­egi og þau komu að sjálf­sögðu í veisl­una, klædd í norska þjóðbún­ing­inn. Eft­ir­minni­leg­asta gjöf­in sem ég fékk er kross sem ég fékk frá ömmu minni, snemma á ferm­ing­ar­deg­in­um, hann var mjög fal­leg­ur og ég var með hann all­an dag­inn,“ seg­ir Guðrún.

Áhugi Guðrún­ar á tísku og út­liti var kviknaður á þess­um tíma.

„Ég hafði mikl­ar skoðanir á hári, förðun og í hvernig föt­um ég var, en ég var samt mjög feim­in við að vera ég sjálf eins og svo marg­ir á þess­um aldri, þegar maður er að detta í tán­ings­ár­in. Ég var eig­in­lega ekk­ert förðuð því mér fannst það ekki passa við mig á þess­um tíma, sem ég er reynd­ar sam­mála í dag. Svo að niðurstaðan varð, smá maskari og sólar­púður. Varðandi hárið, þá vissi ég al­veg hvað ég vildi en mig langaði ekki að vera eins og all­ar hinar stelp­urn­ar og ég vildi hafa allt hárið til hliðar. Ég fékk að fara þarna um vorið og fá mér nokkr­ar ljós­ar stríp­ur sem mér þótti mikið sport. Svo mátti ég ekki lita á mér hárið neitt frek­ar fyrr en eft­ir ferm­ingu. Ég var afar ánægð með föt­in sem ég var í og er það líka sér­stak­lega í dag þegar ég horfi til baka. Ég valdi fal­leg­an kjól úr Spúútnik Reykja­vík og ég fékk svo lánaðar erm­ar hjá vin­konu mömmu minn­ar sem var al­gjör tísku­drottn­ing. Mig langaði ekki að vera í hvítu eða velja það sem marg­ar stelp­ur voru að velja og held að mér hafi tek­ist vel upp í að vera aðeins öðru­vísi.“

Áhugi Guðrúnar á förðun og útliti var kviknaður þegar hún …
Áhugi Guðrún­ar á förðun og út­liti var kviknaður þegar hún fermd­ist árið 2007. Hún keypti kjól­inn í Spúútnik Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferð í Garðheima gaf tón­inn

Guðrún hef­ur alltaf elskað að skreyta og und­ir­búa fyr­ir veisl­ur.

„Ég var barnið sem dýrkaði að fara í búðir og lesa tíma­rit en við mamma fór­um í Garðheima á ferm­ing­ar­sýn­ingu og völd­um skraut þar. Ég vildi hafa bleikt og blómaþema. Ég vildi ekki ferm­ing­ar­kerti eða merkt­ar serví­ett­ur held­ur hafa þetta frek­ar bara vor­legt og fal­legt. Mamma hef­ur líka kennt mér að reyna að velja eitt­hvað sem hægt er að nota aft­ur og aft­ur, og end­ur­nýta skraut. Þannig að þetta skraut var síðan mikið notað eft­ir ferm­ing­una. Við lánuðum það, notuðum í af­mæl­is­veisl­ur og alls kon­ar. Þetta er eitt­hvað sem ég geri enn í dag þegar ég held ein­hvers kon­ar veislu, ég end­ur­nýti skraut eins mikið og ég get. Ég hef mjög gam­an af því enn í dag að halda t.d. barna­af­mæli.“

Í dag held­ur Guðrún úti hlaðvarp­inu Mömm­u­líf­inu ásamt Ástrós Trausta­dótt­ur og ný­lega gaf Guðrún út bók­ina Fyrsta árið en það er bók þar sem hægt er að safna minn­ing­um frá fyrsta ári barns. „Það er margt ótrú­lega spenn­andi að ger­ast á næst­unni hjá mér. Fyr­ir­tækið mitt Fyrsta árið er að stækka og ég er mjög spennt fyr­ir því. Síðan er ég bara spennt fyr­ir vor­inu og sumr­inu!’“

mbl.is