Ríflega 750 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásum öryggissveita stjórnarhersins í Sýrlandi, flestir í borgunum Jableh og Baniyas. Tala látinna í átökum sem hófust á fimmtudag er sögð ríflega 1300 manns.
Ríflega 750 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásum öryggissveita stjórnarhersins í Sýrlandi, flestir í borgunum Jableh og Baniyas. Tala látinna í átökum sem hófust á fimmtudag er sögð ríflega 1300 manns.
Ríflega 750 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásum öryggissveita stjórnarhersins í Sýrlandi, flestir í borgunum Jableh og Baniyas. Tala látinna í átökum sem hófust á fimmtudag er sögð ríflega 1300 manns.
Konur og börn eru meðal almennra borgara sem hafa fallið. Eru öryggissveitir stjórnarhersins sagðar hafa farið með hefndarhug til borganna eftir að á þriðja hundrað meðlima öryggissveitanna voru stráfelldir í launsátursárás byssusveita hliðhollum Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta á fimmtudag.
Flestir hinna föllnu borgara eru úr röðum alavíta sem er trúarminnihlutahópur í borgunum en Bashar al-Assad er alavíti.
Bresk og þýsk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingar þar sem þess var krafist að rannsókn færi fram á dauðsföllum almennra borgara.
Í kvöld gáfu stjórnvöld í Sýrlandi það út að sjö manna nefnd verði sett á laggirnar til að rannsaka ofbeldi í garð almennra borgara og því lofað að draga þá sem framið hafa voðaverk gegn þeim til ábyrgðar.