Réttur til að falla frá samningi í sumum neytendakaupum

Umræða | 9. mars 2025

Réttur til að falla frá samningi í sumum neytendakaupum

Það er meginregla í samningarétti að gerða samninga beri að halda. Þannig geta aðilar að samningssambandi ekki bakkað út úr eða hætt við samning eftir að hann er kominn á nema eitthvað sérstakt komi til.

Réttur til að falla frá samningi í sumum neytendakaupum

Umræða | 9. mars 2025

Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum.
Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum. mbl.is/Hallur Már

Það er meg­in­regla í samn­inga­rétti að gerða samn­inga beri að halda. Þannig geta aðilar að samn­ings­sam­bandi ekki bakkað út úr eða hætt við samn­ing eft­ir að hann er kom­inn á nema eitt­hvað sér­stakt komi til.

Það er meg­in­regla í samn­inga­rétti að gerða samn­inga beri að halda. Þannig geta aðilar að samn­ings­sam­bandi ekki bakkað út úr eða hætt við samn­ing eft­ir að hann er kom­inn á nema eitt­hvað sér­stakt komi til.

Það get­ur komið upp ef gerður hef­ur verið fyr­ir­vari við samn­ing eða ef aðili samn­ings vanefn­ir hann þannig að það veiti gagnaðila rétt til að rifta.

Al­mennt þarf mikið til svo heim­ilt sé að rifta samn­ingi. Í ein­staka til­vik­um get­ur samn­ing­ur verið ógild­an­leg­ur, til dæm­is ef til samn­ings­ins hef­ur verið stofnað með svik­sam­leg­um hætti.

Þetta á afar sjald­an við. Þegar samn­ing­ar eru hugsaðir til lengri tíma er ekki óvana­legt að þeir feli í sér upp­sagn­ar­á­kvæði sem ger­ir samn­ingsaðilum kleift að segja upp samn­ingn­um og losna þannig und­an hon­um, allt eft­ir því sem kveðið er á um í samn­ingn­um.

Þetta leiðir til þess að versl­un­um er al­mennt ekki skylt að taka við vör­um sem keypt­ar hafa verið, hvort sem það er peysa sem pass­ar ekki, gjöf sem hentaði ekki eða aðrar ástæður sem leitt geta til þess að kaup­andi vilji skipta eða skila vör­unni aft­ur í versl­un­ina.

Marg­ar versl­an­ir heim­ila engu að síðu skil á vör­um inn­an til­tek­ins frests. Stund­um er ein­ung­is heim­ilt að skila og fá aðra vöru í staðinn en stund­um er hægt að fá end­ur­greitt, allt eft­ir þeim viðmiðum sem viðkom­andi versl­un hef­ur sett sér.

Frá þessu er mik­il­væg und­an­tekn­ing í lög­um um neyt­enda­samn­inga nr. 16/​2016 en þar er neyt­end­um veitt­ur rétt­ur til að falla frá kaup­um inn­an 14 daga.

Lög­in gilda um samn­inga sem neyt­end­ur gera við selj­end­ur sem hafa at­vinnu af því að selja vör­ur eða veita þjón­ustu.

Lög­in eiga við um viðskipti utan fastr­ar starfs­stöðvar selj­and­ans og fjar­sölu­samn­inga, til dæm­is þegar vara er keypt á net­inu.

Frá lög­un­um eru ýms­ar und­an­tekn­ing­ar eins og um kaup á happ­drætt­ismiðum, samn­inga um fjár­málaþjón­ustu og fast­eigna­kaup.

Lög­in mæla fyr­ir um rétt neyt­enda til að falla frá kaup­um inn­an 14 daga frá því samn­ing­ur komst á ef um fjar­sölu er að ræða eða kaup utan fastr­ar starfs­stöðvar selj­anda.

Í lög­un­um er einnig lögð sú upp­lýs­inga­skylda á selj­anda að upp­lýsa neyt­and­ann um ýmis praktísk atriði, þar á meðal fyrr­nefnd­an rétt til að falla frá kaup­un­um.

Ef selj­andi vöru eða þjón­ustu upp­lýs­ir neyt­and­ann ekki um rétt hans til að falla frá kaup­um inn­an 14 daga, þá leng­ist frest­ur­inn um eitt ár. Ef selj­andi upp­lýs­ir neyt­anda um rétt hans inn­an þess árs byrj­ar 14 daga frest­ur­inn þó að líða á því tíma­marki.

Það er því mik­ill mun­ur á rétti neyt­anda til að skila vör­um eft­ir því hvort neyt­and­inn kaup­ir vör­urn­ar á net­inu eða í eig­in­legri versl­un enda rétt­arstaða neyt­enda sterk­ari í fyrr­greinda til­vik­inu. Það sama á við um kaup á þjón­ustu.

Ef vara er keypt á staðnum í versl­un þá ber selj­and­an­um eng­in skylda til að taka við vör­unni aft­ur og leyfa skil á henni en ef hún er keypt á net­inu eða í ann­arri fjar­sölu þá ber selj­and­an­um að taka við henni og end­ur­greiða hana inn­an 14 daga.

Frá þess­ari reglu eru til­greind­ar und­anþágur í lög­un­um en sem dæmi um und­anþágur má nefna þegar um kaup á þjón­ustu er að ræða sem hef­ur verið veitt að fullu, þegar um vör­ur er að ræða sem úr­eld­ast eða rýrna fljótt, í samn­ing­um sem gerðir eru á op­in­ber­um upp­boðum eða af­hend­ing­ar á vöru sem er fram­leidd sam­kvæmt forskrift neyt­and­ans.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is