Sjálfstæði í brennidepli í aðdraganda kosninga

Grænland | 9. mars 2025

Sjálfstæði í brennidepli í aðdraganda kosninga

Kosningar fara fram í Grænlandi á þriðjudaginn, helsta umræðuefnið í aðdraganda þeirra hefur verið mögulegt sjálfstæði eyjunnar stóru. Allir flokkarnir sem bjóða fram styðja sjálfstæði, spurningin er því ekki hvort heldur hvenær skuli lýsa yfir sjálfstæði Grænlands. 

Sjálfstæði í brennidepli í aðdraganda kosninga

Grænland | 9. mars 2025

Mute Egede er leiðtogi heimastjórnar í Grænlandi. Flokkur hans styður …
Mute Egede er leiðtogi heimastjórnar í Grænlandi. Flokkur hans styður sjálfstæði Grænlands rétt eins og aðrir flokkar. AFP

Kosn­ing­ar fara fram í Græn­landi á þriðju­dag­inn, helsta umræðuefnið í aðdrag­anda þeirra hef­ur verið mögu­legt sjálf­stæði eyj­unn­ar stóru. All­ir flokk­arn­ir sem bjóða fram styðja sjálf­stæði, spurn­ing­in er því ekki hvort held­ur hvenær skuli lýsa yfir sjálf­stæði Græn­lands. 

Kosn­ing­ar fara fram í Græn­landi á þriðju­dag­inn, helsta umræðuefnið í aðdrag­anda þeirra hef­ur verið mögu­legt sjálf­stæði eyj­unn­ar stóru. All­ir flokk­arn­ir sem bjóða fram styðja sjálf­stæði, spurn­ing­in er því ekki hvort held­ur hvenær skuli lýsa yfir sjálf­stæði Græn­lands. 

Kann­an­ir benda til þess að vinstri flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit muni fara með sig­ur af hólmi. Leiðtogi flokks­ins er Mute Egede sem er nú­ver­andi leiðtogi heima­stjórn­ar í Græn­landi. 

Gert ráð fyr­ir sjálf­stæði í lög­um

Danska stjórn­ar­skrá­in ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu sjálf­stæði Græn­lands en í nítj­ándu grein henn­ar seg­ir að Dan­mörk megi gefa eft­ir hluta af landsvæði sínu með því skil­yrði að þing­meiri­hluti sé fyr­ir því. Frederik Waage, laga­pró­fess­or í Há­skól­an­um í Suður-Dan­mörku, seg­ir óum­deilt að sjálf­stæði Græn­lands krefj­ist ekki stjórn­ar­skrár­breyt­inga.

Í 21. grein laga um sjálfs­stjórn Græn­lands er ferl­inu um það hvernig Græn­land get­ur lýst yfir sjálf­stæði lýst. Rík­is­stjórn­ir þjóðanna þurfa að kom­ast að sam­komu­lagi og í kjöl­farið yrði svo hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla í Græn­landi. Ef sjálf­stæði yrði samþykkt þyrfti svo danska þingið að lok­um að samþykkja það.

Sjálf­stæðið stutt af þjóðarleiðtog­um

Bæði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafa lýst því yfir að valdið liggi hjá græn­lensku þjóðinni, aðeins hún geti ákv­arðað um næstu skref.

Trump ávarpaði meðal ann­ars banda­ríska þingið í vik­unni þar sem hann lýsti því yfir að hin stór­kost­lega græn­lenska þjóð ætti rétt á því að stjórna sér sjálf. Hann tók þó fram að Banda­rík­in myndu taka við Græn­landi opn­um örm­um og sjá til þess að þjóðin myndi verða bæði rík og ör­ugg.

Ferlið fer ekki strax af stað

Frá­far­andi heima­stjórn í Græn­landi skipaði í sept­em­ber starfs­hóp sem var falið það verk­efni að skila skýrslu um það hvernig skuli fara að því að lýsa yfir sjálf­stæði á grund­velli 21. grein­ar laga um sjálf­stjórn Græn­lands. 

Gert er ráð fyr­ir því að skýrsl­an verði ekki birt fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs. All­ir þeir flokk­ar sem bjóða fram í kosn­ing­un­um hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að lýsa yfir sjálf­stæði fyrr en í fyrsta lagi eft­ir að skýrsl­an hef­ur verið birt. 

Al­ba­ek Jen­sen, pró­fess­or emer­it­us við Há­skól­ann í Árós­um, seg­ir að þegar ferlið hefj­ist muni það taka mörg ár. Leysa þyrfti úr ýms­um hnút­um áður en sjálf­stæði yrði mögu­legt. 

mbl.is