Búið spil eftir fimm mánaða hjónaband

Poppkúltúr | 10. mars 2025

Búið spil eftir fimm mánaða hjónaband

Bandaríska leikkonan Emily Osment, einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanþáttaröðunum Hannah Montana og Young Sheldon, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jack Farina, eftir tæplega fimm mánaða hjónaband.

Búið spil eftir fimm mánaða hjónaband

Poppkúltúr | 10. mars 2025

Jack Farina og Emily Osment.
Jack Farina og Emily Osment. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Emily Osment, einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanþáttaröðunum Hannah Montana og Young Sheldon, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jack Farina, eftir tæplega fimm mánaða hjónaband.

Bandaríska leikkonan Emily Osment, einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanþáttaröðunum Hannah Montana og Young Sheldon, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jack Farina, eftir tæplega fimm mánaða hjónaband.

Slúðurvefurinn TMZ greindi fyrstur frá tíðindunum.

Osment, sem er yngri systir Haley Joel Osment, sótti formlega um skilnað frá Farina á föstudag.

Í skilnaðarskjölunum segir að dagsetning sambandsslita hafi verið 7. desember, níu vikum eftir brúðkaupsdaginn.

Osment og Farina voru par í tæp fjögur ár. Þau trúlofuðu sig í júní 2023 og gengu í hjónaband þann 12. október síðastliðinn.

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um skilnaðinn, hvorki á samfélagsmiðlum né í fjölmiðlum.

mbl.is