Hópur höfrunga lék listir sínar

Hreyfiferðir | 10. mars 2025

Hópur höfrunga lék listir sínar

Óvæntir og orkumiklir gestir bættust í hóp brimbrettakappa sem voru að leika sér í öldunum við Rincon-strönd í Kaliforníu nú á dögunum.

Hópur höfrunga lék listir sínar

Hreyfiferðir | 10. mars 2025

Höfrungarnir glöddu brimbrettakappana.
Höfrungarnir glöddu brimbrettakappana. Samsett mynd

Óvæntir og orkumiklir gestir bættust í hóp brimbrettakappa sem voru að leika sér í öldunum við Rincon-strönd í Kaliforníu nú á dögunum.

Óvæntir og orkumiklir gestir bættust í hóp brimbrettakappa sem voru að leika sér í öldunum við Rincon-strönd í Kaliforníu nú á dögunum.

Hópur höfrunga, sem stundum eru kallaðir „trúðar sjávarins“, kom á fleygiferð í átt að brimbrettaköppunum og byrjaði að leika listir sínar við hlið þeirra.

Höfrungarnir léku sér og stukku um skammt frá landi og glöddu ekki aðeins brimbrettakappana heldur einnig strandgestina sem fylgdust spenntir með sjónarspilinu.

Einn strandgestanna fangaði þetta magnaða augnablik á filmu og deildi því að sjálfsögðu á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is