„Við fengum þessa loðnu fyrir norðan land, nánar tiltekið í Reykjarfjarðarálnum út af Ströndum,“ segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Við fengum þessa loðnu fyrir norðan land, nánar tiltekið í Reykjarfjarðarálnum út af Ströndum,“ segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Við fengum þessa loðnu fyrir norðan land, nánar tiltekið í Reykjarfjarðarálnum út af Ströndum,“ segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
Þar segir að Barði hafi komið snemma í morgun til hafnar í Neskaupstað með rúm 300 tonn af loðnu, en reynt hefur verið að ná þessum síðustu fiskum örvertíðarinnar síðastliðna viku.
„Við köstuðum líka við Snæfellsnes en þar var loðnan hryngd og við fengum nánast einungis kall þar. Það var kastað þrisvar í Reykjafjarðarálnum og þar fékkst stór og falleg loðna og í prufum sem teknar voru reyndist vera um 60% hrygna. Hrognafyllingin var um 19%. Þetta er því örugglega fínasta hráefni fyrir vinnsluna,” segir Þorkell í færslunni.
Fram kemur að grænlenska skipið Polar Amaroq sé væntanlegt til Neskaupstaðar í kvöld með 485 tonn af loðnu. Loðnan fékkst a´svipuðum slóðum og áhöfnin á Barða náði sinni loðnu að sögn skiptsjórans, Geir Zoëga.
„Þetta er falleg Japansloðna sem við erum með, 60% hrygna. Það var virkilega skemmtilegt að fá þessa gæðaloðnu þarna út af Ströndunum. Nú erum við búnir með okkar hlutdeild í grænlenska loðnukvótanum. Þetta var stysta loðnuvertíð sem maður hefur upplifað,“ er haft eftir Geir í færslunni.
Karl Rúnar Róbertsson, gæðastjóri í fiskiðjuverinu, kveðst ánægður með hráefnið. „Þetta er alger úrvalsloðna, stór og falleg. Hrognafyllingin er 19 til 20% og það er hátt hlutfall hrygnu í aflanum eða um 60%. Það er verið að frysta hrygnuna á Japan og hænginn á Austur-Evrópu og það gengur býsna vel.“