Streep og Short sögð vera yfir sig hrifin

Poppkúltúr | 10. mars 2025

Streep og Short sögð vera yfir sig hrifin

Þær sögur hafa gengið fjöllunum hærra síðustu mánuði að verðlaunaleikkonan Meryl Streep eigi í sambandi við gamanleikarann Martin Short.

Streep og Short sögð vera yfir sig hrifin

Poppkúltúr | 10. mars 2025

Meryl Streep og Martin Short.
Meryl Streep og Martin Short. Samsett mynd

Þær sög­ur hafa gengið fjöll­un­um hærra síðustu mánuði að verðlauna­leik­kon­an Meryl Streep eigi í sam­bandi við gam­an­leik­ar­ann Mart­in Short.

Þær sög­ur hafa gengið fjöll­un­um hærra síðustu mánuði að verðlauna­leik­kon­an Meryl Streep eigi í sam­bandi við gam­an­leik­ar­ann Mart­in Short.

Streep, 75 ára, og Short, 74 ára, kyntu all­hressi­lega und­ir þess­um orðrómi þegar þau sáust láta vel hvort að öðru á sýn­ingu á Broadway-leik­verk­inu Oh Mary! í New York-borg á laug­ar­dags­kvöldið.

Hollywood-stjörn­urn­ar hlógu sig mátt­laus­ar að sögn viðstaddra og fóru baksviðs að sýn­ingu lok­inni þar sem þær spjölluðu við leik­araliðið og stilltu sér upp fyr­ir mynda­töku.

Streep og Short voru þó ekki einu stór­stjörn­urn­ar í saln­um.

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez og nýj­asti mót­leik­ari henn­ar, Brett Gold­stein, fylgd­ust spennt með sýn­ing­unni, sem fjall­ar um fyrstu for­setafrú Banda­ríkj­anna, Mary Todd Lincoln, og kíktu einnig baksviðs til að þakka fyr­ir sig.

Vörðu Valentínus­ar­degi sam­an

Streep og Short hafa þekkst í mörg ár og leika um þess­ar mund­ir hjón í verðlaunaþáttaröðinni Only Mur­ders in the Build­ing, en tök­ur á fimmtu þáttaröð eru nýhafn­ar í New York. 

Það hef­ur mikið sést til þeirra að und­an­förnu, utan vinnu­tíma, og virðast þau ávallt njóta sín vel sam­an.

Streep og Short voru meðal gesta í stjörn­um prýddu fimm­tugsaf­mæli Sat­ur­day Nig­ht Live um miðjan fe­brú­ar.

Parið sat hlið við hlið á Homecom­ing-tón­leik­un­um sem haldn­ir voru á sjálf­an Valentínus­ar­dag­inn og mætti einnig í af­mæl­isþátt­inn þar sem það tók þátt í skemmti­atriðum kvölds­ins sem gladdi viðstadda, þá sér­stak­lega atriði Streep, þar sem það var frum­raun leik­kon­unn­ar í Sat­ur­day Nig­ht Live.

Grín­ist­inn Amy Schumer sat við hlið pars­ins á Homecom­ing-tón­leik­un­um og lét hafa það eft­ir sér að lokn­um hátíðar­höld­un­um að Short væri greini­lega lofaður.

View this post on In­sta­gram

A post shared by OH, MARY! (@ohmaryplay)

View this post on In­sta­gram

A post shared by OH, MARY! (@ohmaryplay)




mbl.is