Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fréttir gærdagsins um mögulegt samkomulag milli ríkis og lífeyrissjóða um uppgjör á ÍL-sjóði vera góðar fréttir og betri en þá niðurstöðu að fara með sjóðinn í þrot líkt og stefnt hafði verið að áður með tilheyrandi áhættu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fréttir gærdagsins um mögulegt samkomulag milli ríkis og lífeyrissjóða um uppgjör á ÍL-sjóði vera góðar fréttir og betri en þá niðurstöðu að fara með sjóðinn í þrot líkt og stefnt hafði verið að áður með tilheyrandi áhættu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fréttir gærdagsins um mögulegt samkomulag milli ríkis og lífeyrissjóða um uppgjör á ÍL-sjóði vera góðar fréttir og betri en þá niðurstöðu að fara með sjóðinn í þrot líkt og stefnt hafði verið að áður með tilheyrandi áhættu.
Þetta var meðal þess sem kom fram á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem rætt var um síðasta rit Peningamála Seðlabankans, stöðu peningastefnunnar og ýmsar áskoranir sem nú standa henni fyrir höndum.
Arna Lára Jónsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ásgeir um afstöðu hans til þeirra tillagna sem ÍL-sjóður og fjármálaráðuneytið settu fram, en þær komu fram í kjölfar vinnu viðræðunefndar 18 lífeyrissjóða, sem eiga kröfur á hendur ÍL-sjóði, og fjármálaráðuneytisins.
Var þar lagt til að ÍL-sjóður og ríkið muni afhenda kröfuhöfunum skuldabréf upp á 540 milljarða, önnur verðbréf upp á 38 milljarða, reiðufé í gjaldeyri upp á 55 milljarða og 18 milljarða í íslenskum krónum, samtals eignir upp á 651 milljarð.
Ásgeir svaraði því til að hann teldi slíkt uppgjör vera jákvætt. „Eftir því sem við sjáum þá er þetta uppgjör við Íbúðalánasjóð góðar fréttir og að einhverju leyti betri niðurstaða en að fara með sjóðinn í þrot eins og stefnt var að,“ sagði Ásgeir.
Vísaði hann þar til hugmynda Bjarna Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hafði lagt til áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem hefði heimilað slit og uppgjör ÍL-sjóðs, en lífeyrissjóðirnir tóku ekki vel í þá tillögu og var líklegt að slík leið hefði endað í málaferlum með tilheyrandi óvissu fyrir alla málsaðila.
Ásgeir segir að með nýju leiðinni sé verið að gefa út skuldabréf sem verði seljanleg og að gott sé fyrir lífeyrissjóðina að hreinsa núverandi bréf ÍL-sjóðs úr eignasafninu og eyða áhættunni. Segir hann þessar fréttir því í meginatriðum vera tiltölulegar góðar fréttir.
Þá sagði Ásgeir að hann sæi ekki að uppgjörið og útgáfa ríkisins á nýjum skuldabréfum myndi hafa áhrif á vaxtalækkunarferil bankans, allavega ekki til skemmri tíma. Hefur bankinn síðan í nóvember lækkað stýrivexti sína úr 9,25% niður í 8% og sagðist Ásgeir á fundinum búast við frekari lækkun verðbólgu og að bankinn reyndi að lækka vexti samhliða því.