Exit-eldhús Þórunnar vekur athygli

Heimilislíf | 11. mars 2025

Exit-eldhús Þórunnar vekur athygli

Þórunn Pálsdóttir fasteignasali flutti nýlega í Skuggahverfið eftir að hafa búið í níu ár í Garðabæ. Hennar fyrsta verk var að taka eldhúsið í gegn og þar sem hún setti svokallað Exit-eldhús. 

Exit-eldhús Þórunnar vekur athygli

Heimilislíf | 11. mars 2025

Þórunn Pálsdóttir fasteignasali flutti nýlega í Skuggahverfið eftir að hafa búið í níu ár í Garðabæ. Hennar fyrsta verk var að taka eldhúsið í gegn og þar sem hún setti svokallað Exit-eldhús. 

Þórunn Pálsdóttir fasteignasali flutti nýlega í Skuggahverfið eftir að hafa búið í níu ár í Garðabæ. Hennar fyrsta verk var að taka eldhúsið í gegn og þar sem hún setti svokallað Exit-eldhús. 

Þórunni leiðist mött tilvera og ákvað að setja græna marmareyju í eldhúsið og gull á milli skápa. 

„Á þessum tíma var verið að sýna Norsku Exit-þættina. Þeir voru með djammíbúð í þáttunum og þar sem mér fannst geggjað við þá íbúð var græni marmarinn og gullið,“ segir Þórunn. 

Sonur Þórunnar, sem er á unglingsaldri stakk upp á því að þau mæðgin myndi flytja niður í bæ. 

„Mamma nú kaupir þú þér niðri í bæ,“ segir Þórunn og bætir við: 

„Miðbærinn var farinn að toga í mig. Þessi íbúð steinlá,“ segir hún og segist hafa hrifist af skipulagi íbúðarinnar. 

Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt hjálpaði Þórunni að hanna eldhúsið og finna efniviðinn. 

mbl.is