Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 11. mars 2025

Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum

Bandaríski verðlaunaleikarinn Matt Damon var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Texas á laugardag. Damon var viðstaddur heimsfrumsýningu á spennumyndinni The Accountant 2 og skartaði þykku, gráu og tjásulegu skeggi og hári í stíl.

Frumsýndi glænýtt útlit á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 11. mars 2025

Útlit Matt Damon vakti mikla athygli á rauða dreglinum.
Útlit Matt Damon vakti mikla athygli á rauða dreglinum. AFP/Marcus Ingram

Banda­ríski verðlauna­leik­ar­inn Matt Damon var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Texas á laug­ar­dag. Damon var viðstadd­ur heims­frum­sýn­ingu á spennu­mynd­inni The Account­ant 2 og skartaði þykku, gráu og tjásulegu skeggi og hári í stíl.

Banda­ríski verðlauna­leik­ar­inn Matt Damon var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Texas á laug­ar­dag. Damon var viðstadd­ur heims­frum­sýn­ingu á spennu­mynd­inni The Account­ant 2 og skartaði þykku, gráu og tjásulegu skeggi og hári í stíl.

Damon, sem er 54 ára, var mætt­ur til að styðja fé­laga sinn, leik­ar­ann og leik­stjór­ann Ben Aff­leck, en sá fer með aðal­hlut­verk í kvik­mynd­inni. Damon er einn af fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar.

Leik­ar­inn, sem er best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sín í stór­mynd­um á borð við Good Will Hunt­ing, The Martian, The Bour­ne-serí­una og Sa­ving Pri­vate Ryan, var held­ur al­var­leg­ur á svip og virt­ist ann­ars hug­ar er hann stillti sér upp við hlið Aff­leck á rauða dregl­in­um.

Damon og Aff­leck hafa verið bestu vin­ir síðan í æsku og hafa starfað mikið sam­an í gegn­um árin. Þeir skut­ust upp á stjörnu­him­in­inn með Good Will Hunt­ing árið 1997 og hrepptu Óskar­sverðlaun­in fyr­ir besta hand­ritið tæpu ári síðar. Núna reka þeir fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Art­ists Equity.

Matt Damon var heldur alvarlegur á svip.
Matt Damon var held­ur al­var­leg­ur á svip. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is